fbpx
Category

Fréttir

Category

Airrprint - EinsteinMac: Ef þú átt iPhone, iPad eða iPod Touch þá hefurðu mögulega séð Print hnappinn þegar þú ætlar að setja nýja síðu í bókamerki, senda síðu í pósti o.s.frv. Þessi valmöguleiki kom til sögunnar í iOS 4.2 og gerði aðilum með sérstaka og fokdýra AirPrint prentara kleift að prenta þráðlaust úr tækjum sínum.

En þótt þú eigir ekki AirPrint prentara, þá er ekki þar með sagt að þú getir ekki prentað þráðlaust. Eina sem þú þarft er Mac tölva sem kveikt er á, og forritið AirPrint Activator.

Til þess að setja upp forritið skaltu fylgja eftirfarandi leiðarvísi.