fbpx
Category

Fréttir

Category

Facebook forritið hefur frá upphafi App Store búðarinnar verið meðal vinsælustu forritanna þar. Samt sem áður hafa flestir notendur forritsins verið allt annað en ánægðir með forritið, og sumir jafnvel gengið svo langt að sniðganga forritið og nota þess í stað farsímaútgáfuna í Safari.

Fyrr í sumar bárust fregnir af því að Facebook væri að undirbúa nýtt og hraðara forrit, og í gær kom uppfærsla á forritinu sem margir höfðu beðið eftir með mikilli eftirvæntingu.

Mac Mountain LionApple hefur sent frá sér stýrikerfið Mac OS X Mountain Lion (eða Mac OS X 10.8). Stýrikerfinu fylgja yfir 200 nýir eiginleikar, m.a. iMessage stuðningur, Reminders, Notification Center, Game Center, iCloud samstilling o.fl.

Með stýrikerfinu þá er Apple að brúa bilið á milli Mac OS X stýrikerfisins fyrir borð- og fartölvur annars vegar og iOS stýrikerfisins fyrir iPhone, iPad og iPod Touch hins vegar, til að gera líf notenda sem eiga bæði tæki einfaldara.

Apple TV 3

Þeir sem keyptu Apple TV spilarann sinn í lok mars eða síðar hafa margir lent í því að jailbreak hafi ekki heppnast þegar reynt er að fylgja leiðarvísi síðunnar. Ástæðan er einfaldlega sú þá er um Apple TV 3 (eða 3. kynslóð af Apple TV) að ræða, sem ekki er ennþá hægt að jailbreaka.