
Margir hafa velt því fyrir sér af hver milljarðamæringur á borð við Steve Jobs klæddist alltaf sömu flíkinni, sömu gallabuxunum og sömu New Balance hlaupaskónum bæði í vinnu og á Apple kynningum. Svarið við þessu kom fram í ævisögu hans, sem kom út á síðasta ári.
Facebook forritið hefur frá upphafi App Store búðarinnar verið meðal vinsælustu forritanna þar. Samt sem áður hafa flestir notendur forritsins verið allt annað en ánægðir með forritið, og sumir jafnvel gengið svo langt að sniðganga forritið og nota þess í stað farsímaútgáfuna í Safari.
Apple hefur sent frá sér stýrikerfið Mac OS X Mountain Lion (eða Mac OS X 10.8). Stýrikerfinu fylgja yfir 200 nýir eiginleikar, m.a. iMessage stuðningur, Reminders, Notification Center, Game Center, iCloud samstilling o.fl.
