fbpx
Category

Fréttir

Category

Þegar Google+ kom á sjónarsviðið fyrir liðlega átta mánuðum, þá kynntu þeir til sögunnar nýtt kerfi til að stjórna vinalistum með svokölluðum hringjum (e. Google Circles). Með hringjunum þá er auðveldara fyrir notendur að skrifa stöðuinnlegg sem einungis er beint að ákveðnum hópi fólks.

Facebook - TwitterEf þú ert bæði á Twitter og Facebook, þá getur það verið dálítil handavinna að vera virkur á báðum miðlum. Til allrar hamingju þá er geturðu tengt Twitter reikninginn við Facebook, þannig að Twitter færslur þínar fara einnig á Facebook síðuna þína.

Til þess að fá Twitter og Facebook færslur saman í eina sæng skaltu fylgja eftirfarandi leiðarvísi:

NBA Jam Android

„He’s On Fire“, „Boom-Shakalaka“ „Altatude with an Attitude“.

Þessar tilvitnanir þekkja einhverjir, en þeir eru allar úr hinum sígilda leik NBA Jam frá Midway Games, sem kom fyrst í gömlu spilakassana árið 1993 við gríðarlegan fögnuð áhugamanna um tölvuleiki (þeir sem muna eftir Fredda og Spilatorgi hafa eflaust spreytt sig á leiknum þar).

19 árum síðar er leikurinn til á flestum stýrikerfum sem eru vinsæl í leikjasamfélaginu. iOS útgáfa af leiknum kom út í fyrra, og fyrir stuttu síðan leit Android útgáfa dagsins ljós.

Margir iða af spenningi yfir fréttum af því hvenær næsta kynslóð af iPhone komi út (sem mun ekki verða kallaður iPhone 5 hér, miðað við allt iPad 2S / iPad 3 / iPad HD fíaskóið, sem var svo kallaður the new iPad).

Nýjustu heimildir fregna að síminn komi ekki í sumar, heldur næsta haust, með hugsanlegan útgáfudag í september eða október. Allar kynslóðir af iPhone símum hafa komið á markað að sumri til, en það breyttist með iPhone 4S sem var kynntur í október 2011, og fór í sölu mánuði síðar.