fbpx
Category

Fréttir

Category

Bill Gates var í viðtali hjá Yahoo! fyrir stuttu þar sem hann ræddi góðgerðarstörf sín, hvernig hægt væri að bæta bandaríska skóla og einnig fund sem hann átti við Steve Jobs nokkrum mánuðum áður en hann lést. Í viðtalinu fer Gates fögrum orðum um fyrrum keppinaut sinn, þar sem þeir ræddu saman um fortíðina, fjölskyldur sínar og hvernig tæknin og iðnaðurinn í kringum hana hefði breyst í áranna rás.

RÚV logoSarpurinn frá RÚV hefur notið mikilla vinsælda frá því hann var kynntur til sögunnar fyrir liðlega fjórum mánuðum, þar sem áhorfendur geta nú notið dagskrár ríkisútvarpsins óháð stað og tíma.

Forritarinn Dagur (ekkert eftirnafn gefið upp) er einstaklingur sem á mikið lof skilið, en hann tók sig til og einfaldaði aðilum að horfa á efni úr Sarpinum með því að búa til XBMC viðbót fyrir Sarpinn. Með viðbótinni er hægt að horfa á dagskrárliði í sjónvarpinu án atbeina tölvu (t.d. með Apple TV) sem margir myndu telja þægilegra heldur en að heimsækja RÚV vefinn í tölvu til að horaf á dagskrárliði.

Dropbox logoDropbox er þjónusta sem er í miklu uppáhaldi hjá Einstein, og hefur verið til umfjöllunar hjá okkur áður. Notendur þjónustunnar geta nú fengið allt að 5GB af viðbótarplássi á sínu svæði með því að taka þátt í Beta prófun á nýrri þjónustu fyrirtækisins. Þungamiðjan í nýjustu möguleikum Dropbox er að notendur getið hlaðið myndum og myndböndum sjálfkrafa á Dropbox svæði sitt þegar þeir tengja myndavélar, snjallsíma og SD minniskort við tölvuna sína.

SOPA strikeÞeir sem heimsækja síður á borð við Wikipedia og Reddit daglega minnast þess eflaust þegar SOPA og PIPA frumvörpunum var mótmælt 18. janúar síðastliðinn með eftirminnilegum hætti (smelltu hér ef þú veist ekki hvað SOPA er).

Vefurinn FrugalDad tók saman ýmsar upplýsingar um mótmælin í einni stórri skýringarmynd sem er birt hér að neðan, en á myndinni kemur m.a. fram hversu margir tweet-uðu um SOPA, hversu margir skoðuðu grein Wikipedia um SOPA og margt fleira.