fbpx
Category

Fréttir

Category

Google Chrome merkiðÍ ljósi aukinna vinsælda Chrome netvafrans frá Google þá hefur fyrirtækið ákveðið að efna til keppni fyrir snjalla tölvuhakkara. Markmið keppninnar fyrir téða hakkara er að finna öryggisvillur (e. exploits) í vafranum og greina frá þeim. Verðlaunafé nemur samtals einni milljón dollara, eða rúmlega 125 milljónum króna, sem skiptist jafnt niður á þátttakendur.

AirParrot logoMac/Windows: Eins og greint var frá í síðustu viku, þá mun Mountain Lion stýrikerfið fyrir Apple tölvur styðja AirPlay speglun fyrir Apple TV eigendur. Fyrir þá sem ekki vita, þá gerir AirPlay eigendum iOS tækja, þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch, kleift að senda myndir, tónlist eða myndbönd yfir á Apple TV spilarann ef þau eru tengd við sama þráðlausa netið.

Uppfært 7. júní 2012: AirParrot er nú einnig fáanlegt á Windows