fbpx
Category

Myndir / Myndbönd

Category

Steve Wozniak í röðinni

 Steve Wozniak, sem einnig er þekktur sem Woz eða „The Other Steve“ er mörgum að góðu kunnur, en hann stofnaði Apple ásamt Steve Jobs í bílskúr þess síðarnefnda árið 1976.

Þrátt fyrir að vera frægur á heimsvísu þá hefur Wozniak ávallt haldið sig á jörðinni, og í stað þess að panta nýjasta iPadinn heim að dyrum líkt og margir kusu að gera, þá ákvað hann að bíða næturlangt í röð eftir spjaldtölvunni sem beðið er með mikilli eftirvæntingu.

Apple sendi nýja auglýsingu frá sér um helgina. Að þessu sinni er iPhone 4S ekki í aðalhlutverkinu, heldur iCloud. iCloud er skýþjónusta sem gerir notendum kleift að hafa dagatal, forrit, tölvupóst, myndir o.fl. allt stillt saman við vefþjón Apple.

iCloud er frítt upp að 5GB, en síðan er hægt að kaupa meira pláss fyrir ársgjald, þ.e. 10GB fyrir $20, 20GB fyrir $40 og 50GB fyrir $100.