fbpx
Tag

Amazon

Browsing

kindle

Flestir eigendur Kindle lestölvunnar frá Amazon þekkja það hvimleiða vandamál að geta ekki keypt íslenskar rafbækur fyrir tölvuna sína (nema á skinna.is sem selur rafbækur í sniði sem Kindle tölvan les). Ástæðan er ávallt sú sama, viðkomandi búð selur bækurnar í ePub sniði.

Í leiðarvísinum hér fyrir neðan munum við sýna hvernig hægt er að breyta ePub skrám (e. convert) yfir í snið sem Kindle lestölvurnar geta lesið.

Amazon merkiðNetfyrirtækið og vefverslunin Amazon skýtur föstum skotum á iPad mini spjaldtölvuna sem Apple kynnti í síðustu viku og kemur á markað 2. nóvember næstkomandi.

Þetta gerir fyrirtækið á forsíðu Amazon.com þar sem fyrirtækið auglýsir Kindle Fire HD tölvu fyrirtækisins, en þar má nú sjá samanburð á Kindle Fire og iPad mini.

Amazon Kindle Fire

Bandaríska vefverslunin Amazon stefnir á útgáfu tveggja spjaldtölva á árinu, eina 7 tommu, og aðra 10 tommu á síðari hluta ársins. Fyrirtækið hyggst ryðja sér til rúms á spjaldtölvumarkaðnum, og fylgja þar eftir mikilli velgengni Kindle Fire spjaldtölvunnar. Kindle Fire kom út á síðasta ári, en Amazon kveðst hafa selt tæplega 4 milljón eintök af  Kindle Fire spjaldtölvunni á síðasta ársfjórðungi 2011.