fbpx
Tag

Android forrit

Browsing

TuneIn RadioNú lifum við á þeim tímum að eftir 5-10 ár er alls óvíst að vísitölufjölskyldan muni eiga hefðbundið útvarp í eldhúsinu sem ómar þegar börnin koma heim úr skólanum . Það er því ekki von að maður spyrji sig hvernig maður eigi þá að hlusta á Spegilinn, Víðsjána og Reykjavík síðdegis heima hjá sér ef ekkert útvarp er á heimilinu. Við á Einstein ætlum að bæta úr því með því að benda á forrit sem gerir þér kleift að hlusta á íslenskar útvarpsstöðvar í bæði iPhone og Android (og raunar líka Blackberry og Windows Phone 7).

Angry Birds Star Wars

Finnska leikjafyrirtækið Rovio hefur gefið út enn einn leikinn í Angry Birds seríunni, en vinsældir þessara leikja virðast aldrei ætla að dala. Leikurinn kom út í dag, fyrir Android, iOS, Mac og Windows.

Það má segja að Angry Birds Star Wars sé framhaldsleikur af Angry Birds Space sem kom út í mars, því himingeimurinn er ennþá leiksvæðið (nema skipt er um vetrarbraut ef Rovio hefur haldið sig við Star Wars söguna).

Android logoListinn okkar yfir 50 ómissandi iPhone forrit hefur notið mikilla vinsælda frá því hann var birtur. Nýverið fengum við nokkrar fyrirspurnir frá eigendum Android tækja sem óskuðu eftir svipuðum pósti fyrir tækin sín,  Hér að neðan má því sjá 50 Android forrit sem við teljum að þú eigir ekki að láta framhjá þér fara.

Listinn er ekki tæmandi, þannig að ekki hika við að skjóta því að okkur í ummælum eða pósti ef okkur yfirsást eitthvað forrit.

Riff logoReykjavik International Film Festival (RIFF) hófst í gær og stendur til 7. október. Hátíðin vex með hverju árinu, og að þessu sinni eru yfir hundrað kvikmyndir sýndar á henni, auk þess sem hátíðin stendur einnig fyrir tónleikum, listasýningum og fleiru.

Sérstakt forrit fyrir hátíðina er komið út á bæði iOS og Android þannig að stór hluti snjallsímaeigenda mun nú eiga auðveldara um vik að fylgjast með dagskrá hátíðarinnar og finna kvikmyndir sem eru þeim að skapi.

Pinterest logo

Samfélagsmiðillinn Pinterest er sífellt að bæta við sig notendum, en í janúar á þessu ári fór Pinterest yfir 10 milljóna múrinn, og náði þeim notendafjölda hraðar heldur en nokkur annar samfélagsmiðill í sögunni.

Líklegt þykir að notendum muni fjölga enn frekar í ljósi þess að fyrirtækið sendi nýverið frá sér forrit fyrir Android og iPad (iPhone forritið kom út í mars 2011). 

NBA Jam Android

„He’s On Fire“, „Boom-Shakalaka“ „Altatude with an Attitude“.

Þessar tilvitnanir þekkja einhverjir, en þeir eru allar úr hinum sígilda leik NBA Jam frá Midway Games, sem kom fyrst í gömlu spilakassana árið 1993 við gríðarlegan fögnuð áhugamanna um tölvuleiki (þeir sem muna eftir Fredda og Spilatorgi hafa eflaust spreytt sig á leiknum þar).

19 árum síðar er leikurinn til á flestum stýrikerfum sem eru vinsæl í leikjasamfélaginu. iOS útgáfa af leiknum kom út í fyrra, og fyrir stuttu síðan leit Android útgáfa dagsins ljós.

Readability logoEftir útgáfu iOS forrits, þá eru Readability komnir með Android útgáfu af forritinu sínu.

Readability er forrit sem gerir notandanum kleift að taka frétt eða grein af vefsíðu, og sníða textann þannig að auðvelt er að lesa hann í snjallsíma, spjaldtölvu eða lestölvu (t.d. Kindle) hvort sem þú ert tengdur internetinu eða ekki.