Þessa ályktun má draga af því að innflytjenda- og tollaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna (US Immigration & Customs Enforcement) mun núna gera breytingar á kerfinu sínu, þannig að 17.600 starfsmenn stofnunarinnar muni nota iPhone í staðinn fyrir BlackBerry frá Research In Motion (RIM).
[singlepic id=174 w= h= float=center] Ásamt iPad mini spjaldtölvunni (sem allir vita um) þá kynnti Apple einnig til sögunnar nýja…
Apple boðaði til fundar í gær þar sem kynning á nýrri og minni spjaldtölvu, iPad mini, var meðal annars á efnisskránni.
Fyrirtækinu er mjög í mun að heilla viðskiptavini sína, og því hefur Apple sent frá sér kynningarmyndband fyrir nýjasta meðliminn í iOS fjölskyldunni.
Myndbandið er hægt að sjá hér fyrir neðan:
Í gær kynnti bandaríski tæknirisinn Apple smærri gerð af spjaldtölvu, iPad mini, sem er helmingi léttari en þriðja kynslóð af hinni hefðbundnu iPad spjaldtölvu. iPad mini kemur með 7,9″ skjá, FaceTime HD og iSigt myndavél, og allt að 10 klukkustunda rafhlöðuendingu.
iPad Mini mun verða kynntur þann 23. október næstkomandi samkvæmt blaðamanni AllThingsD, sem almennt eru traustur fréttamiðill varðandi Apple orðróma. Dagsetningin þykir einkennileg, því Apple hefur almennt kynnt nýjar vörur á miðvikudögum en ekki þriðjudögum.
Apple hefur sent nýja auglýsingu frá sér fyrir iPod spilarann, en iPod touch og iPod nano hafa báðir fengið fínar uppfærslur. Auglýsingin þykir minna á gömlu silhouette auglýsingarnar sem voru sýndar fyrir 6-7 árum.
Lagið í auglýsingunni þykir líka nokkuð grípandi, en það heitir Yeah Yeah og er með nýsjálenska söngvaranum Willy Moon.
Apple hefur lagt það í vana sinn að gefa út nokkuð ítarlegan leiðarvísi í hvert sinn sem þeir senda frá sér nýjan iPhone og nýja útgáfu af iOS stýrikerfinu. Ef þú vilt lesa allan leiðarvísinn, þá skaltu taka eina kvöldstund frá því hann er heilar 365 blaðsíður að lengd.
Apple kynnti fyrsta iPhone símann árið 2007, og sá sími breytti snjallsímaheiminum svo um munar. Fram til útgáfu símans voru símar ávallt með takkalyklaborð, og heldur lélegt viðmót þegar kom að netvafri svo dæmi sé tekið.
Þeir sem eru með erlendar stöðvar á fjölvarpinu sínu (eða í gegnum gervihnött) eru ef till vill farnir að sjá auglýsingarnar fyrir iPhone 5 sem Apple eru byrjaðir að sýna í sjónvarpi.
Auglýsingarnar eru fjórar talsins og fara mismunandi leiðir til að heilla hugsanlega kaupendur.
Apple hefur gefið út lítið kynningarmyndband fyrir iPhone 5 til að sýna helstu nýjungarnar í tækinu og/eða iOS 6.
Lagið Dirty Paws með hljómsveitinni Of Monster and Men (sem hvert íslenska mannsbarn á að þekkja) er notað í myndbandinu, og spilun lagsins hefst þegar Sir Jony Ive yfirhönnuður Apple lýkur máli sínu. Myndbandið er stutt og laggott og hægt er að horfa á það hér að neðan.