Margir hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir iPhone 5, og fyrr í dag leit síminn loks dagsins ljós á sérstökum viðburði sem Apple hélt í San Francisco í dag.
Apple hefur boðað til blaðamannafundar 12. september næstkomandi þar sem nýr iPhone verður kynntur til sögunnar. Á fundarboðinu er stór…
Margir hafa velt því fyrir sér af hver milljarðamæringur á borð við Steve Jobs klæddist alltaf sömu flíkinni, sömu gallabuxunum og sömu New Balance hlaupaskónum bæði í vinnu og á Apple kynningum. Svarið við þessu kom fram í ævisögu hans, sem kom út á síðasta ári.
Í gær þá var kveðinn upp dómur í máli Apple gegn Samsung, sem í stuttu máli var þess efnis að Samsung hefði nýtt tækni í snjallsíma sína sem Apple hefur einkaleyfi á.
Apple lagði fram mikilvægt sönnunargagn í vikunni sem í málaferlum fyrirtækisins við Samsung. Sönnunargagnið sem um ræðir er innanhússkýrsla sem Samsung gerði árið 2010, sem gefur til kynna að Galaxy S síminn myndi vera betri ef hann væri líkari iPhone símanum frá Apple.
WWDC er nú í gangi í Moscone ráðstefnuhöllinni í San Francisco. Þar mun Apple meðal annars kynna helstu nýjungar iOS…
Í kjölfar auglýsingar Apple þar sem Samuel L. Jackson var að plana stefnumót, þá ákvað grínsíðan Slacktory að setja saman þetta myndband, þar sem Jules Winnfield, eftirminnileg persóna úr kvikmyndinni Pulp Fuction reynir að ræða við Siri.
Google borgar Apple 1 milljarð dollara á ári, eða sem nemur 127 milljörðum króna miðað við núverandi gengi, svo að leitarvél fyrirtækisins sé sjálfgefin leitarvél í Safari vafranum frá Apple. Ben Schachter sérfræðingur hjá fjárfestingarfyrirtækinu Macquarie greindi nýlega frá þessu.
Sérfræðingar hjá UBM TechInsights gefa til kynna að varahlutir í 3. kynslóðar iPad með 4G gagnaflutningsneti og 16GB geymslumagni kosti $310, eða rúmar 39.000 kr. miðað við núverandi gengi. Þetta er aðeins hærra en forverar þeirra, en talið er að framleiðslukostnaður 1. kynslóðar af iPad með sama geymslumagni og 3G neti hafi verið $270, og $276 fyrir iPad 2.
Stríðið milli Apple og Samsung heldur áfram. Undanfarin 5 ár hefur Apple varla minnst einu orði á önnur fyrirtæki í viðburðum sínum. Það breyttist í gær þegar Tim Cook lagði áherslu á að hvernig sum iOS forrit væru sniðin með iPadinn í huga, en þá kvað hann forrit keppinautanna vera heldur ljót, og tók Samsung spjaldtölvuna sem dæmi.
MuscleNerd, iOS forritarinn og einn af forkólfum í iPhone Dev-Team, greindi frá því á Twitter síðu sinni í gær, að jailbreak fyrir iOS 5.1 væri komið út.
Jailbreak-ið sem er komið er svokallað tethered jailbreak, sem þýðir að ekki er hægt að endurræsa símann og halda jailbreak-inu nema þú tengir iPhone símann við tölvu, og notir RedSn0w til að kveikja á honum (velur Just Boot í RedSn0w ef rafhlaðan klárast hjá þér).