fbpx
Tag

Cydia

Browsing

iPhone 5 - thumbnailJailbreak fyrir iPhone 4S kom út u.þ.b. hálfu ári eftir að síminn kom á markað. Jailbreak aðdáendum til mikillar ánægju þá verður biðin öllu styttri fyrir iPhone 5, en iPhone forritarinn chpwn setti inn færslu á Twitter síðu sína, þar sem hann tjáði heiminum að honum hefði tekist að framkvæma jailbreak á iPhone 5 með góðum árangri.

iOS Jailbreak: Eitt af því sem er frekar pirrandi við að setja inn (og sérstaklega uppfæra) forrit úr App Store á iPhone eða iPad er að í hvert skipti þá þarftu að slá inn App Store lykilorðið þitt. Vissulega er ákveðið öryggi sem fylgir þessu, en ef þú nærð einkum í ókeypis forrit eða treystir þeim sem eru nærri þér fyrir iOS tækinu þínu, þá geturðu forðast þessa örlitlu seinkun í hvert skipti sem þig langar að svala þorstanum og ná þér í nýtt forrit.

iPhone: Ef þú ert annaðhvort alltaf að hringja í fólk úr vasanum, eða ert gjarn (eða gjörn) á að hringja í aðra þegar þú úti ert að skemmta þér, þá er Cydia viðbótin (e. Cydia tweak) AskToCall nokkuð sem þú ættir að setja upp.

AskToCall er Cydia viðbót, sem táknar að þú þarft að framkvæma jailbreak á iPhone símanum þínum til að geta notað hana. Viðbótin virkar þanng að þegar þú ætlar að hringja símtal þá þarftu að gera „Slide to call“ ekki ósvipað og „Slide to unlock“ þegar síminn er vakinn úr svefni. Myndbandið að neðan sýnir viðbótina í notkun.

Fyrr í vikunni var greint frá því að jailbreak yrði væntanlegt innan tíðar, og fyrr í dag var Absinthe 2.0 gefið út með pompi og prakt á HIBT ráðstefnunni (Hack in the Box).

Absinthe jailbreak forritið er til á Mac, Windows og Linux, þannig að svo lengi sem að þú átt fartölvu eða heimilistölvu, þá ættirðu að vera góðum málum. Absinthe virkar á öllum tækjum sem keyra iOS 5.1.1 nema Apple TV 3.

Með útgáfu nýrra iOS kerfa, lenda eigendur eldri tækja í því að þau verða hægari í keyrslu. Þetta var tilfellið með iPhone 3G í iOS 4, og virðist aftur vera að gerast með iPhone 3GS á iOS 5. Ef þú hefur jailbreakað iPhone símann þinn (eða iPad, iPod Touch) og vistað svokölluð SHSH blobs þá geturðu niðurfært í lægri útgáfu á ný. Ástæðan fyrir því að þörf er á að vista þessi SHSH blobs, er að Apple vottar allar uppfærslur, og þegar nýjar uppfærslur koma út, þá hætta þeir að votta eldri kerfi.

MuscleNerd iOS 5.1

MuscleNerd, iOS forritarinn og einn af forkólfum í iPhone Dev-Team,  greindi frá því á Twitter síðu sinni í gær, að jailbreak fyrir iOS 5.1 væri komið út.

Jailbreak-ið sem er komið er svokallað tethered jailbreak, sem þýðir að ekki er hægt að endurræsa símann og halda jailbreak-inu nema þú tengir iPhone símann við tölvu, og notir RedSn0w til að kveikja á honum (velur Just Boot í RedSn0w ef rafhlaðan klárast hjá þér).

iOS/Jailbreak: Ef þú hefur jailbreak-að iPhone símann þinn eða annað iOS tæki, þá getur verið að þú lendir í því að eitt af uppáhalds Cydia forritunum þínum virki ekki lengur. Ástæðan er oft sú að nýjar og stöðugri útgáfar eru komnar sem bæta forritin.

Margir spá lítið í því að uppfærslur komi fyrir Cydia forrit, en uppfærslur á forritum eða viðbótum þar eru tíðar og nýta sér oft nýjustu möguleika iOS stýrikerfisins að fullu.

Jailbreak:  Ef þú hefur jailbreakað iOS tækið þitt (leiðarvísa til að framkvæma jailbreak má finna hér ) þá getur þú sett upp skemmtilega  viðbót sem heitir Swipe For Mail. Eftir að uppsetningu á Swipe for Mail er lokið þá mætti halda að ekkert hafi gerst. Ekkert nýtt forrit á heimaskjánum (e. home screen) né heldur neinar aukalegar stillingar í Settings.