Íslendingar þekkja það flestir að óska einhverjum til hamingju með annaðhvort nýjan fjölskyldumeðlim, prófgráðu, starf eða einhverjar breytingar og sjá svo fjöldann allan af tilkynningum (e. notifications) af því margir aðrir gerðu slíkt hið sama.
Fyrir stuttu síðan gerði Facebook notendum sínum kleift að hætta að fylgjast með slíkum færslum eftir að maður skrifar ummæli við færslu, og það er gert með svohljóðandi hætti:


Ef þú ert bæði á Twitter og Facebook, þá getur það verið dálítil handavinna að vera virkur á báðum miðlum. Til allrar hamingju þá er geturðu tengt Twitter reikninginn við Facebook, þannig að Twitter færslur þínar fara einnig á Facebook síðuna þína.

Angry Birds, vinsælasti iPhone leikur allra tíma, er nú kominn á Facebook. Facebook útgáfu leiksins svipar skiljanlega mjög til iOS útgáfunnar, en Rovio lofar líka nýjungum í leiknum á þessum vettvangi. Leiknum hefur verið halað niður 700 milljón sinnum í App Store, og talið er að fjöldi Angry Birds notenda muni fara yfir milljarðinn þegar 800 milljón Facebook notendur hafa aðgang að leiknum.
Í kjölfar SOPA/PIPA mótmælanna þá urðu sumir sáttir en aðrir ekki með takmarkaða þátttöku nokkurra af vinsælustu vefsíðum heims, þ. á m. samfélagsmiðlanna Facebook, Twitter og Google+.
Google Chrome: Þegar maður er að taka gamla góða nethringinn, þá getur það verið leiðinlegt til lengdar að þurfa að fara í gegnum 2-3 skref til að sjá mynd í fullri stærð. Í aðstæðum sem þessum, þá kemur Hover Zoom þér til hjálpar, en Hover Zoom er viðbót (e. add-on) fyrir Google Chrome, sem sýnir þér mynd í fullri stærð, þegar þú ferð með músarbendilinn yfir myndina.
Instagram, iOS forrit ársins skv. Apple, gerði nokkrar breytingar á á kerfi sínu síðastliðinn föstudag, sem snúa að tengi við Facebook. Með þessum breytingum er Facebook vinum gert auðveldara að skoða og deila myndum sem koma frá Instagram á Facebook en áður, sem gæti valdið fjölgun notenda á þessari annars vinsælu þjónustu.