fbpx
Tag

Facebook

Browsing

Facebook tekur alltaf einhverjum breytingum á nokkurra mánaða fresti, notendum ýmist til ánægju eða mæðu. Meðal breytinga sem voru gerðar á þessum vinsæla samskiptamiðli var svokallað „Theater mode“ sem birtist nú alltaf þegar maður er að skoða myndir. Með Social Fixer (tengill í lok greinar) er hægt að slökkva á því, ásamt því sem hægt er að gera margar litlar breytingar, sem falla að óskum notandans.

iPhoneiPhone: Við höfum áður gefið ykkur hugmyndir um 10 iPhone forrit sem gaman er að eiga, en nú ætlum við að gera gott betur og nefna 50 bestu forritin fyrir iPhone. Stundum eru forrit nefnd sem bjóða upp á sömu eða mjög svipaða eiginleika. Það er gert því mér finnst t.d. mjög þægilegt að nota Shazam, á meðan margir vinir mínir nota frekar SoundHound, en þessi forrit eru mjög svipuð að eiginleikum.

Fyrir rúmum mánuði síðan þá kynnti Facebook til sögunnar Timeline, sem eru umtalsverðar breytingar á Facebook-síðum einstaklinga (hvort breytingarnar séu til bóta eða ekki er efni í aðra grein út af fyrir sig). Fyrirtækið tilkynnti að innan tíðar þá gætu notendur valið að nota Timeline, en ef þú vilt prófa Timeline í dag, lestu þá áfram.

Að neðan má sjá myndband sem sýnir Timeline í notkun. Kíkið á myndbandið, og ef ykkur líkar það sem þið sjáið, smellið þá á meira.

HardlyWork.in

Ef maður á að vera að vinna eða læra í tölvunni þá getur verið frekar vandræðalegt þegar einhver labbar framhjá skjánum manns og maður hangir á Facebook.

Vefsíðan HardlyWork.in, sem fór í loftið í lok júní, bjargar manni í þessum aðstæðum, því hún tekur allt sem er að gerast á Facebook hjá manni og birtir það í formi Excel skjals. Það gerir manni auðvelt um vik að skoða Facebook án þess að fólk gruni að maður sé að taka. Athugið þó að vefsíðan birtir einungis það sem er að gerast á Facebook, þannig að ef maður vill skrifa ummæli við tengil, stöðuuppfærslu eða mynd þá þarf maður samt sem áður að fara á Facebook til að gera það.

Fyrir stuttu síðan gerði Facebook þær breytingar á vef sínum að notendur geta nú breytt ummælum sínum við stöðuuppfærslur, myndir o.s.frv.

Til að breyta ummælum þá smelliru bara á X-ið í hægri horninu. Þá færðu möguleika á að breyta ummælum. Einkar hentugt ef maður vill bara laga litla innsláttarvillu eða eitthvað í þeim dúr.

Margur Facebook notandinn kvartar sáran undan því að þurfa alltaf að smella á „Nýtt“ eftir að fréttaveitan birtist eftir innskráningu. Ástæðan er sú að þessar færslur sem Facebook flokkar „Helstu fréttir“ eru oft og tíðum fréttir gærdagsins sem enginn hefur áhuga á.

Með því að setja inn litla viðbót í vafrann sem auðveldar manni lífið. Þessi litla viðbót breytir Facebook-inu, þannig að sjálfgefin stilling sé sú að hlaða nýjum fréttum í stað „Helstu frétta“.

Síðan App Store var sett á laggirnar sumarið 2008, þá hefur úrval forrita farið vaxandi. Þegar búðin var opnuð þá stóðu notendum 800 forritum til boða. Í dag er þessi fjöldi yfir 350.000, og það var því ekki að ástæðulausu að Apple var með „There’s an app for that“ auglýsingaherferð sína fyrir tveimur árum.

Til að byrja með var úrval forrita nokkuð takmarkað, en eins og auglýsingin gefur til kynna, þá er hægt að fá forrit fyrir næstum því hvað sem er í dag á iPhone. Lítum á nokkur sem allir nýir iPhone eigendur verða að eiga.