fbpx
Tag

Facebook

Browsing

Íslendingar þekkja það flestir að óska einhverjum til hamingju með annaðhvort nýjan fjölskyldumeðlim, prófgráðu, starf eða einhverjar breytingar og sjá svo fjöldann allan af tilkynningum (e. notifications) af því margir aðrir gerðu slíkt hið sama.

Fyrir stuttu síðan gerði Facebook notendum sínum kleift að hætta að fylgjast með slíkum færslum eftir að maður skrifar ummæli við færslu, og það er gert með svohljóðandi hætti:

Samfélagsmiðlar á borð við Facebook, Twitter og nú Google+ hafa náð mikilli útbreiðslu á undanförnum árum (Facebook þá einna helst). Eins og flestum er kunnugt um þá er Facebook stóri bróðir þegar samfélagsmiðlar eru annars vegar, og fyrirtækið hefur að vissu leyti breytt því hvernig einstaklingar hafa samband við hvorn annan, því fólk notar nú tölvupóst í minna mæli og sendir frekar bara Facebook skilaboð eða skrifar á vegginn hjá viðkomandi aðila.

Facebook kaupir Instagram

Facebook tilkynnti í gær að það hefði keypt Instagram á einn milljarð dollara, eða tæplega 130 milljarða króna. Kevin Systrom forstjóri Instagram og Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, greindu frá kaupunum í fréttatilkynningum sem þeir sendu frá sér, hvor í sínu lagi.

Systrom sagði að þrátt fyrir kaup Facebook, þá myndi þróun Instagram halda áfram, þannig að notendur þurfa ekki að óttast það að Facebook Photos forrit eða eitthvað þvíumlíkt sé væntanlegt, með öllum helstu eiginleikum Instagram.

Facebook - TwitterEf þú ert bæði á Twitter og Facebook, þá getur það verið dálítil handavinna að vera virkur á báðum miðlum. Til allrar hamingju þá er geturðu tengt Twitter reikninginn við Facebook, þannig að Twitter færslur þínar fara einnig á Facebook síðuna þína.

Til þess að fá Twitter og Facebook færslur saman í eina sæng skaltu fylgja eftirfarandi leiðarvísi:

895 milljón einstaklingar nota Facebook mánaðarlega. Twitter er með u.þ.b. 11% af virkum notendum, eða 100 milljón, og Google+ rekur lestina af þremur stærstu samfélagsmiðlunum með u.þ.b. 90 milljón notendur.

Fyrirtækið Beyond framkvæmdi á dögunum markaðsrannsókn, þar sem markmiðið var að skoða hvernig fólk deilir efni á netinu, og einnig hvers konar efni fólk er að deila.

Angry Birds logoAngry Birds, vinsælasti iPhone leikur allra tíma, er nú kominn á Facebook. Facebook útgáfu leiksins svipar skiljanlega mjög til iOS útgáfunnar, en Rovio lofar líka nýjungum í leiknum á þessum vettvangi. Leiknum hefur verið halað niður 700 milljón sinnum í App Store, og talið er að fjöldi Angry Birds notenda muni fara yfir milljarðinn þegar 800 milljón Facebook notendur hafa aðgang að leiknum.

Google logoÍ kjölfar SOPA/PIPA mótmælanna þá urðu sumir sáttir en aðrir ekki með takmarkaða þátttöku nokkurra af vinsælustu vefsíðum heims, þ. á m. samfélagsmiðlanna Facebook, Twitter og Google+.

Vefmiðilinn The Next Web tók saman hversu miklum tekjum nokkrar þessar síður, og nokkrar til viðbótar, hefðu orðið af, ef þær hefðu lokað síðum sínum, líkt og t.d. Reddit þann 18. janúar síðastliðinn.

Google Chrome merkiðGoogle Chrome: Þegar maður er að taka gamla góða nethringinn, þá getur það verið leiðinlegt til lengdar að þurfa að fara í gegnum 2-3 skref til að sjá mynd í fullri stærð. Í aðstæðum sem þessum, þá kemur Hover Zoom þér til hjálpar, en Hover Zoom er viðbót (e. add-on) fyrir Google Chrome, sem sýnir þér mynd í fullri stærð, þegar þú ferð með músarbendilinn yfir myndina.

Instagram, iOS forrit ársins skv. Apple,  gerði nokkrar breytingar á á kerfi sínu síðastliðinn föstudag, sem snúa að tengi við Facebook. Með þessum breytingum er Facebook vinum gert auðveldara að skoða og deila myndum sem koma frá Instagram á Facebook en áður, sem gæti valdið fjölgun notenda á þessari annars vinsælu þjónustu.

Fyrsta breytingin er sú að ef maður kýs að deila Instagram myndum sínum á Facebook, þá fara þær allar í sérstakt albúm „Instagram Photos“ eða mögulega „Instagram myndir“ ef maður er með Facebook á íslensku.