fbpx
Tag

Google

Browsing

895 milljón einstaklingar nota Facebook mánaðarlega. Twitter er með u.þ.b. 11% af virkum notendum, eða 100 milljón, og Google+ rekur lestina af þremur stærstu samfélagsmiðlunum með u.þ.b. 90 milljón notendur.

Fyrirtækið Beyond framkvæmdi á dögunum markaðsrannsókn, þar sem markmiðið var að skoða hvernig fólk deilir efni á netinu, og einnig hvers konar efni fólk er að deila.

Google Chrome merkið37 prósent af netnotkun á farsímum er á Android tækjum, og því spurðu margir notendur ekki hvort heldur hvenær Android útgáfa af hinum vinsæla netvafra Google Chrome kæmi fyrir Android stýrikerfið, þar sem að leitarvélar- og hugbúnaðarrisinn Google er jú á bak við bæði fyrirbærin.

Google logoÍ kjölfar SOPA/PIPA mótmælanna þá urðu sumir sáttir en aðrir ekki með takmarkaða þátttöku nokkurra af vinsælustu vefsíðum heims, þ. á m. samfélagsmiðlanna Facebook, Twitter og Google+.

Vefmiðilinn The Next Web tók saman hversu miklum tekjum nokkrar þessar síður, og nokkrar til viðbótar, hefðu orðið af, ef þær hefðu lokað síðum sínum, líkt og t.d. Reddit þann 18. janúar síðastliðinn.

Eins og áður hefur verið greint frá, þá tók vefstjórar víða um heim sig til þann 18. janúar síðastliðinn, og lokuðu  síðum sínum í 12 klukkustundir (sumir lengur) til að mótmæla SOPA / PIPA frumvörpum sem liggja á fulltrúadeild (SOPA) og öldungadeild Bandaríkjaþings (PIPA), á svokölluðum Anti-SOPA blackout day.

Hér má sjá hvernig margar af vinsælustu síðum breyttu síðum sínum á þessum degi, og neðst má sjá stórt gallerí með rúmlega 30 vefsíðum og hvernig þær litu út:

Hvað tölvupóstþjónustu mælum við með? Gmail. Gmail og aftur  Gmail. Af hverju? Hérna eru 10 ástæður.

Gmail Labs, eða „Tilraunir“, eins og Google kallar það í íslensku útgáfunni af Gmail, eru eiginleikar sem eru á prófunarstigi hjá Google, sem notendum gefst kostur á að prófa áður en þeim er hent út, eða eru innlimaðir í kerfið endanlega.

Til að virkja Gmail Labs (Tilraunir) þá skaltu fara í Mail Settings og velja flipann sem er merktur „Tilraunir“. Hérna koma tillögur að nokkrum sem vert er að virkja.

google-music.jpg

Ef þig langar að nálgast alla tónlistina þína (eða hér um bil) hvar sem er, hvenær sem er, þá er Google Music eitthvað sem þú ættir að skoða, ekki síðar en núna. Þjónustan, sem var að koma úr beta útgáfu, gerir þér kleift að hlaða allt að 20.000 lögum (ég endurtek, 20.000 lögum) á vefþjóna Google, þannig að þú getir hlustað á þau hvar sem þú ert í heiminum. Hængurinn á þessari ágætu þjónustu er að hún er einungis í boði fyrir Bandaríkjamenn, en blessunarlega þá kunnum við ráð við því.

Google TalkGoogle Chrome: Þótt Facebook spjallið sé eflaust vinsælasta aðferð einstaklinga til að spjalla við vini og vandamenn, þá eru þó nokkrir sem nota Google Chat (einnig oft kallað Google Talk eða Gmail Chat meðal notenda) til að eiga samskipti við aðra aðila. Google Chat hefur það umfram Facebook að maður getur notað það sem hefðbundið IM spjall, en einnig notað það í hljóð- og/eða myndsamtöl við aðra (athugið þó að Facebook hefur boðað samstarf við Skype, þannig að það ætti að vera einhver breyting á því á næstunni).

Að neðan má viðbót fyrir Chrome, sem býður manni upp á að hafa Google Chat opið óháð því hvort að Gmail glugginn sé opinn hjá manni eða ekki, og birtir raunar Google Chat í þeim glugga sem er opinn hverju sinni.

Google PlusÞrátt fyrir að Google+ sé enn á prófunarstigi þá hefur það farið um internetið eins og eldur um sinu. Vinsældir Google+, sem í daglegu tali er gjarnan nefndur Plúsinn, eru slíkar að meira en 10 milljón notendur eru komnir á þennan nýja samskiptavef.

Með tilkomu forritsins er enn auðveldara en áður að skoða Google+ almennt, auk þess sem notendur geta skrifað smáskilaboð til annarra notenda með Huddle.