fbpx
Tag

Google

Browsing

Tölvupóstþjónustan Gmail fagnar nú níu ára afmæli sínu. Þjónustan er stærsta svokallaða „20% verkefni“ sem Google hefur sent frá sér, en fyrirtækið leyfir starfsfólki sínu að verja þeim tíma til að vinna að verkefnum að eigin vali.

Aðrar vinsælar þjónustur sem eru runnar undan rifjum Innovation Time Off eins og fyrirbærið kallast eru Google News og Google AdSense.

Google Reader

Bandaríska tæknifyrirtækið Google greindi nýlega frá því að Google Reader verði lagður á hilluna 1. júlí næstkomandi.

Í tilkynningu sem birtist á Google Reader blogginu kom fram að notendum þjónustunnar fari fækkandi, og í kjölfarið vill fyrirtækið heldur einbeita sér að þróun annarra verkefna.

Google merkiðÁ nethringnum síðustu mánuði þá hafa auglýsingar frá Domino’s, Símanum og Liðsstyrk eflaust ekki farið framhjá þér. Íslendingar erlendis hafa svipaða sögu að segja, sjá auglýsingar frá aðilum í búsetulandi sínu, hvort sem það er Danmörk, Stóra-Bretland eða soldánsdæmið Brunei.

Þessi fyrirtæki eru ekki að auglýsa hjá síðunni sem þú ert að skoða hverju sinni, heldur kaupa birtingar eða smelli í gegnum Google AdSense, auglýsingakerfi Google.

Chromebook Pixel

Google kynnti nýlega fartölvu sem fyrirtækið ætlar að senda frá sér, og ber heitið Chromebook Pixel.

Chromebook Pixel er fartölva sem telja má nokkuð sérstaka, þar sem að Google sá um hönnun tölvunnar, en fyrirtækið hefur hingað til einbeitt sér að þróun hugbúnaðar eða stýrikerfi, en leyft öðrum fyrirtækjum að einbeita sér að framleiðslu símtækja og tölva.

Google merkið

Bandaríska tæknifyrirtækið Google stefnir nú á opnun verslana undir merkjum fyrirtækisins síðar á árinu.

Með því hyggst Google koma vörum fyrr í hendur viðskiptavina sinna. Staðan í dag er sú að notendur sjaldnast prófað eða skoðað Google vörur í verslunum, heldur þurfa að láta sér nægja að panta þær af netinu.