fbpx
Tag

Google

Browsing

Google+ iPadGoogle+ forritið á iOS hefur fengið uppfærslu í útgáfu 3.0 og kemur nú með fullkomnum iPad stuðningi, þannig að iPad notendur á Google+ þurfa ekki lengur að reiða sig á að fá stækkaða útgáfu af iPhone forritinu á tækjum sínum.

Samfélagsmiðlar á borð við Facebook, Twitter og nú Google+ hafa náð mikilli útbreiðslu á undanförnum árum (Facebook þá einna helst). Eins og flestum er kunnugt um þá er Facebook stóri bróðir þegar samfélagsmiðlar eru annars vegar, og fyrirtækið hefur að vissu leyti breytt því hvernig einstaklingar hafa samband við hvorn annan, því fólk notar nú tölvupóst í minna mæli og sendir frekar bara Facebook skilaboð eða skrifar á vegginn hjá viðkomandi aðila.

Google+ 2.0

Margir eru þeirrar skoðunar Google+ séu enn ein mistökin frá Google á sviði samfélagsmiðla, en fyrirtækið hefur áður sent frá sér þjónusturnar Google Orkut og Google Buzz sem féllu í grýttan jarðveg hjá fjöldanum (Google Buzz heyrir sögunni til, en Orkut nýtur mikilla vinsælda í Brasilíu).

Notendafjöldi Google+ er þó talsverður, og síðan samfélagsmiðlinum var ýtt úr vör fyrir rúmu ári síðan, þá eru nú meira en 170 milljón manns sem eru skráðir notendur á Google+.

Google+Laust fyrir helgi þá kynnti Google til sögunnar nýtt viðmót á samfélagsmiðlinum Google+.

Umtalsverðar breytingar hafa verið gerðar á viðmótinu, sem voru gerðar með það að markmiði að einfalda notendum bæði að skoða og deila efni.

Gmail tölvupóstþjónustan frá Google er með þeim öflugri sem netið býður upp á í dag. Meira en 7GB af geymsluplássi ókeypis, auk þess sem engin þörf er á að flokka póstinn (þótt við mælum samt með því upp á skipulagið). Margir sem byrja að nota Gmail, snúa aldrei aftur í tölvupóstforrit á tölvunum sínum, heldur skrá sig einungis inn í póstinn sinn á  gmail.com.

Margir vita samt ekki að Gmail býður upp á fjölmargar flýtivísanir (e. keyboard shortcuts), og þær gera Gmail enn öflugra.

MailtoLinks Chrome Gmail

Einhverjir Chrome notendur kunna að hafa séð þessa litlu stiku efst í skjáborðinu einhvern tímann í liðinni viku. Þessi skilaboð marka ákveðin tímamót í sögu Google Chrome, því nú styður hann loksins opnun netfangstengla í Gmail, í staðinn fyrir að reyna að opna Outlook, Mail eða eitthvað annað tölvupóstforrit sem er uppsett á tölvunni.

http://youtu.be/GdZxbmEHW7M

Android Market hefur þjónað notendum samnefndra tækja vel í gegnum tíðina, en heyrir nú sögunni til. Flestir vita af Android Market, en hingað til þá hefur tónlistar- og rafbókabúð Google ekki fest sig jafn tryggilega í vitund fólks. Google hyggst breyta því, en fyrirtækið ætlar nú að hafa þetta allt undir sama hatti, sem ber heitið Google Play.

Google Chrome merkiðÍ ljósi aukinna vinsælda Chrome netvafrans frá Google þá hefur fyrirtækið ákveðið að efna til keppni fyrir snjalla tölvuhakkara. Markmið keppninnar fyrir téða hakkara er að finna öryggisvillur (e. exploits) í vafranum og greina frá þeim. Verðlaunafé nemur samtals einni milljón dollara, eða rúmlega 125 milljónum króna, sem skiptist jafnt niður á þátttakendur.