Mac: Sumum iPhone 4S eða iPad 2 eigendum finnst heldur fúlt að þurfa að eiga Apple TV, svo AirPlay speglun sé möguleg. Forritið Reflection bindur enda á þessi vonbrigði en með því geturðu nýtt þér AirPlay tæknina til að spegla starfsemi iPhone 4S símans eða iPad 2 spjaldtölvunnar þinnar yfir á Mac tölvu.
iOS/Jailbreak: Ef þú hefur jailbreak-að iPhone símann þinn eða annað iOS tæki, þá getur verið að þú lendir í því að eitt af uppáhalds Cydia forritunum þínum virki ekki lengur. Ástæðan er oft sú að nýjar og stöðugri útgáfar eru komnar sem bæta forritin.
Margir spá lítið í því að uppfærslur komi fyrir Cydia forrit, en uppfærslur á forritum eða viðbótum þar eru tíðar og nýta sér oft nýjustu möguleika iOS stýrikerfisins að fullu.
Mac/iOS: Margir sem hafa nú nýtt sér skýþjónustuna iCloud frá Apple hafa tekið eftir því að dagatöl sem þeir voru áskrifendur að birtast ekki lengur jafnt á tölvu og iPhone símum eða öðrum iOS tækjum. Með því að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum þá ætti að vera hægt að fá þau til að virka á ný.
Margir eigendur iOS tækja tengja iCloud svo mikið við Apple og Mac tölvur, að þeir halda jafnvel að einungis sé hægt að nýta sér þjónustuna til að hafa tölvupóst, tengiliði, dagatöl og fleira stillt saman ef Mac tölva er á heimilinu. Svo er ekki.
Að neðan má sjá leiðbeiningar til að setja upp iCloud á Windows.
iOS: Þótt flest iPhone forrit kosti ekki meira en $0.99 eða $1.99 þá er það fljótt að safnast saman í háar fjárhæðir þegar maður er að spreða í forrit í prófunarskyni, eða í leiki sem maður spilar í 2-3 daga og svo ekki söguna meir.
Jailbreak: Ef þú hefur jailbreakað iOS tækið þitt (leiðarvísa til að framkvæma jailbreak má finna hér ) þá getur þú sett upp skemmtilega viðbót sem heitir Swipe For Mail. Eftir að uppsetningu á Swipe for Mail er lokið þá mætti halda að ekkert hafi gerst. Ekkert nýtt forrit á heimaskjánum (e. home screen) né heldur neinar aukalegar stillingar í Settings.
VLC Media Player er vinsælt margmiðlunarforrit á Windows, Linux og Mac sem margir leita til ef þeir þurfa að spila tónlist eða myndband, m.a. af þeirri ástæðu að það er þrautin þyngri að finna skrársnið sem þetta forrit spilar ekki án nokkurra vandræða .
Jailbreak: FlipOver er viðbót (e. tweak) fyrir þá sem hafa jailbreak-að iPhone, iPod Touch, eða iPadinn sinn. Með FlipOver þá þarftu ekki að læsa símanum eða setja hann á hljóðlausa stillingu, heldur er nóg að láta símann frá sér þannig að bakhlið símans snúi upp, og þá setur maður símann í svefn og hann læsist. Þegar síminn er tekinn aftur upp þá vaknar síminn úr svefni og maður getur notað hann á ný.
Tweetbot er vinsælasta Twitter forritið í App Store sem er ekki ókeypis, og ekki að ástæðulausu. Forritið kom eins og stormsveipur á markaðinn, með eiginleikum sem fáir höfðu hugsað sér að væru nauðsynlegir, en geta nú ekki lifað án.
Hægt er að Tweetbot að þörfum notandans upp að vissu marki, og meðal vinsælustu eiginleika forritsins er að geta þrísmellt (e. triple-tap) á Twitter færslu til að svara notanda, setja viðkomandi færslu í Favorites, retweet-a eða þýða viðkomandi færslul.
iOS: Ef þú þarft að senda einhverjum SMS sem varðar viðkvæmt atriði, þá getur verið heldur hvimleitt ef móttakandinn er ekki við símann og einhver forvitin sál sér skilaboðin, hvort sem það er í óvart eða viljandi. Black SMS leysir þetta vandamál með því að dulkóða skilaboð áður en þau eru send, sem virkar þannig að móttakandi skilaboðanna þarf að vita lykilorð sem fylgir þeim.
Hakkarann pod2g þekkja flestir sem hafa fylgst náið með iOS 5 jailbreak fréttum, en hann er fremstur í flokki þeirra sem hafa unnið að því að búa til untethered jailbreak fyrir iOS 5.0.1.
Fyrst tókst honum að gera jailbreak fyrir öll tæki nema iPhone 4S og iPad 2, og nú hefur hann gert gott betur en hann hefur nú náð að framkvæma untethered jailbreak á iPhone 4S og iPad 2 með iOS 5.0.1.