fbpx
Tag

iOS

Browsing

Google Chrome iOSiOS útgáfa af Google Chrome, netvafranum sem er sífellt að sækja í sig veðrið, lenti í App Store laust fyrir helgi. Bæði iPad og iPhone útgáfa komu út þannig að enginn verður svikinn með þessu nýja forriti.

Ef þú notar Google Chrome á tölvunni þinni þá geturðu stillt saman (e. sync) vafrið, þannig að ef þú ert að skoða síður á tölvunni, þá geturðu haldið áfram þar sem frá var horfið í iPhone, iPod Touch eða iPad.

Netflix merkiðLeiðarvísir síðunnar um hægt sé að nota Netflix á Íslandi er flestum lesendum að góðu kunnur. Með vaxandi notkun iOS tækja á borð við iPad og iPhone, þá eru einstaklingar farnir að nota tækin til að horfa á myndbönd í nokkrum mæli.

Leiðarvísinn hér að neðan sýnir hvernig hægt er að nota Netflix á iPad eða iPhone.

Fyrr í vikunni var greint frá því að jailbreak yrði væntanlegt innan tíðar, og fyrr í dag var Absinthe 2.0 gefið út með pompi og prakt á HIBT ráðstefnunni (Hack in the Box).

Absinthe jailbreak forritið er til á Mac, Windows og Linux, þannig að svo lengi sem að þú átt fartölvu eða heimilistölvu, þá ættirðu að vera góðum málum. Absinthe virkar á öllum tækjum sem keyra iOS 5.1.1 nema Apple TV 3.

Franski forritarinn pod2g greindi frá því á Twitter síðu sinni fyrir stuttu, að verið væri að leggja lokahönd á untethered jailbreak fyrir iOS 5.1.1.

Þetta nýja jailbreak mun virka á öllum tækjum sem keyra iOS 5.1.1, að undanskildu Apple TV 3. Það þýðir að hægt verður að jailbreaka eftirfarandi tæki: iPhone 4S, iPhone 4, iPhone 3GS, nýja iPadinn (iPad 3), iPad 2, iPad, iPod touch 4G/3G og að lokum Apple TV 2.

I Am T-PainiOS: Þeir sem hafa hlustað á Kanye West (eða hip-hop almennt) undanfarin ár þekkja eflaust Auto-Tune tæknina, en hún lagfærir rödd söngvarans þannig að hún hljómi í réttri tóntegund. Tæknin er þó ekki svo öflug að Auto-Tune sé beitt án ummerkja, en í flestum tilvikum þá fer það ekki á milli mála þegar hlustað er á flutning söngvara hvort Auto-Tune hafi verið beitt eða ekki.

Þegar iPhone 4S síminn frá Apple kom á markað í nóvember 2011, þá kynnti fyrirtækið einnig til sögunnar iTunes Match.

iTunes Match er þjónusta, sem tengist iCloud skýþjónustunni náið, en með henni geturðu geymt allt að 25.000 lög í iCloud, og  nálgast hvar og hvenær sem er.

Ef lögin eru til í iTunes Store, þá er þér heimilt að sækja þau þaðan hvenær sem er, og það hefur engin áhrif á iCloud plássið þitt. Ef þú átt svo einhverja titla sem ekki eru til í iTunes Store (t.d. marga íslenska diska) þá dregst það magn frá iCloud plássinu þínu, þannig að ef þú ert bara að nýta þér iCloud sem ókeypis þjónustu þá gætirðu þurft að uppfæra aðganginn þinn þar ef þú ætlar að skella öllum verkum Megasar inn í iTunes Match.

Sniðug þjónusta, en hængurinn á henni er að hún er einungis í boði í vissum löndum, og Ísland er ekki þar á meðal. Við deyjum þó ekki ráðalausir, og með því að fylgja leiðarvísinum að neðan, þá getur þú byrjað að nota iTunes Match innan örfárra tíma.

angry-birds-spaceAngry Birds Space frá Rovio kom út í dag, fyrir Android, iOS, Mac og Windows. Nýi leikurinn verður  verður ef til vill með óhefðbundnu sniði, enda er leikvöllurinn ekki lengur plánetan jörð, heldur geimurinn þar sem engu andrúmslofti er til að dreifa, auk þess sem þyngdarlögmál Newtons er virt að vettugi.