fbpx
Tag

iPad

Browsing

iOS 5/Jailbreak: Að neðan má finna ítarlegan leiðarvísi um hvernig hægt er að jailbreak-a iOS 5.0.1 með RedSn0w 0.9.10b4. Leiðarvísirinn virkar fyrir iPhone 3GS, iPhone 4, iPad 1 og iPod Touch (3. og 4. kynslóð)

RedSn0w hefur fengið nokkrar litlar uppfærslur eftir að upprunalegt jailbreak fyrir iOS 5.0.1. kom út, og með því nýjasta þá ættu notendur ekki að lenda í neinum vandræðum með iBooks eftir jailbreak.

Ef þú átt iPad og tekur oft góðan YouTube hring á honum, annaðhvort sjálfur eða með vinum og vandamönnum, þá getur það verið heldur leiðinlegt að þurfa að stoppa á milli myndbanda, velja annað, láta það hlaðast og hefja svo spilun á ný. Nowbox tæklar þetta vandamál nokkuð vel, og gerir áhorf YouTube myndbanda bæði þægilegra og skemmtilegra. Forritið er ókeypis, þannig að það sakar ekki að prófa.

Rétt eins og það er komið untethered jailbreak fyrir iOS 5.0.1, þá er það nú líka komið fyrir Apple TV 4.4.4. Við mælum því með því ef þú átt iPhone 4S eða iPad 2 og vilt spegla tækið með Airplay Mirroring.

Í myndbandinu sem sést hér að neðan má sjá hvernig Airplay Mirroring virkar í framkvæmd, þannig að þú getur tekið ákvörðun um hvort þetta sé eitthvað fyrir þig, og í leiðinni hvort þú viljir uppfæra úr 4.3 yfir í 4.4.

Cydia

Áhugamenn um jailbreak ættu að taka gleði sína á ný, því fyrr í dag kom untethered jailbreak fyrir iOS 5.0.1. Pod2g greindi frá því á Twitter síðu sinni í byrjun nóvember að hann væri búinn að finna villu í iOS5, þannig að hann hægt væri að framkvæma untethered jailbreak á iOS 5.0.1. Tæpum tveimur mánuðum síðar er jailbreak-ið komið út, eftir þrotlausa vinnu frá bæði iPhone Dev-Team og Chronic Dev-Team.

Jailbreak-ið virkar fyrir öll iOS tæki sem geta keyrt iOS 5 að frátöldum iPhone 4S og iPad 2.

CydiaiOS 5 og Jailbreak: Ef þú ert með iOS 5 uppsett á þínum iPhone, iPad eða eða iPod Touch, þá veistu mögulega að innbyggður stuðningur við Twitter fylgir stýrikerfinu.

Ef þú hefur jailbreak-að þitt tæki, og þarft að koma skilaboðum á framfæri eins fljótt og auðið er, þá geturðu tweetað beint úr Home Screen með því að setja upp einfalda viðbót sem heitir Twicon.

iOS: Ef þú ert á aldrinum 30-45 ára þá spilaðir þú kannski gamla klassíska Breakout leikinn sem Atari gaf út árið 1976. 35 árum síðar þá er útgáfa af þessum leik komin í App Store fyrir öll iOS tæki og heitir Breakout Boost. Leikurinn kemur á 40 ára afmæli Atari fyrirtækisins.

Android/iOS/BlackBerry/Windows 7 Slate: Við höfum áður fjallað um hversu mikil snilld það er að lesa fréttir í forritum á borð við Flipboard. Ef þú vilt aftur á móti lesa gamalt og gott dagblað, hvort sem þau eru íslensk eða erlend, þá er vert að gefa PressReader nokkurn gaum. Með forritinu hefur verið hægt að lesa íslensk dagblöð á borð við Fréttablaðið og Morgunblaðið í snjallsímum eða spjaldtölvum.

iPhone

Það er heldur hvimleitt að lenda í netvandræðum með snjalltæki eins og iPhone, sem margir nota helst sem lófatölvu með símaeiginleikum frekar en öfugt.

Ef að þú kemst ekki inn á þráðlaust net  (WiFi), hvort sem það er heima hjá þér eða að heima, eða þá að 3G netið virkar ekki sem skyldi, þá getur lausnin einfaldlega legið í því að núllstilla allar netstillingar á símanum.