Eftir umfjöllun okkar (og annarra) um byltingarkennda nálgun OZ til að horfa á sjónvarp, þá hafa viðbrögðin ekki staðið á sér, en fjölmargir Íslendingar skráðu sig í beta prófun OZ og nýttu sér vefforrit þjónustunnar.
Charlie Caper og Erik Rosales eru sænskir sjónhverfingamenn, sem hafa vakið mikla athygli fyrir atriði sitt, þar sem þeir nota sjö iPad spjaldtölvur frá Apple sem leikmuni.
Bandaríski samfélagsmiðilinn Twitter svipti í dag hulunni af þjónustunni Twitter #music sem fyrirtækið segir að muni breyta því hvernig fólk finnur tónlist á netinu.
Þjónustan byggir (eðlilega) á Twitter, og fer í gegnum Twitter færslur til að finna vinsælustu lögin hverju sinni, og hugsanlegar stjörnur morgundagsins. Lögin á Twitter #music koma frá þremur tónlistarveitum: iTunes, Spotify eða Rdio.
Facebook fyrir iOS fékk uppfærslu í gær, og er nú komið í útgáfu 6.0.
Forritið tekur dálítið mið af Facebook Home viðmótinu sem fyrirtækið kynnti um daginn, en nú geta notendur haft svokallaða Chat Heads sýnilega þegar þeir spjalla við vini sína á Facebook, þannig að minni líkur eru á að einstaklingar gleymi að kveðja áður en þeir skilja við snjallsímann og halda á vit ævintýranna.
Fyrir nákvæmlega þremur árum þá markaði nýtt tæki straumhvörfum í tækniheimum. iPad spjaldtölvan frá Apple.
Margir spáðu því að útgáfa tölvunnar myndi misheppnast hjá Apple, og sumir sögðu að fyrirtækið hefði betur einbeitt sér að gerð fistölvu (e. netbook), en slíkar tölvur voru mjög vinsælar á þeim tíma. Þremur árum síðar eru spjaldtölvur til á mörgum heimilum, en fistölvur á undanhaldi.
Leiðarvísir síðunnar um hvernig maður notar Netflix á Íslandi hefur notið mikilla vinsælda frá því hann var fyrst birtur í maí 2011.
Við Íslendingar njótum Netflix með hjálp þjónustunnar PlaymoTV, sem kostar $4.99 á mánuði. Fyrir mánaðargjaldið getur maður ekki einungis horft á Netflix og Hulu, því PlaymoTV veitir einnig stuðning fyrir fjölmargar þjónustur til viðbótar. Hér fyrir neðan ætlum við að nefna þjónustur sem eru með sérstök iPad forrit sem gera manni kleift að horfa á kvikmyndir, þætti eða hlusta á tónlist í þar til gerðum forritum.
AirPlay tæknin frá Apple er nokkuð mögnuð. Hún gerir eigendum iOS tækja, þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch (auk nýlegra Mac tölva) kleift að senda myndir, tónlist eða myndbönd þráðlaust yfir á Apple TV sem er tengdur sama neti.
Með ýmsum forritum er svo hægt að nýta AirPlay tæknina á ýmsa vegu, t.d. spegla skjáinn úr Windows og Mac tölvum með AirParrot, spila myndbandsskrár af Mac tölvu á Apple TV auk þess sem hægt er að breyta Windows tölvum í AirPlay móttakara.
Líklegt þykir að næsta kynslóð af iPhone símanum frá Apple, iPhone 5S, muni koma á markað í ágúst á þessu ári. Einnig er talið að nýr iPad og iPad mini muni verða kynntir á næstu mánuðum.
Foreldrar eru almennt stoltir af tölvukunnáttu barna sinna. Þó eru til dæmi þess að foreldrastoltið víki stundum fyrir sjónarmiðum um fjárhagslega hagkvæmni. Gott dæmi um slík tilvik er þegar litlum tæknisnillingum tekst að kaupa rándýra aukapakka í gegnum In-App Purchases úr iPad spjaldtölvu foreldranna.
Glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir því að reglulega koma greinar inn hér inn á Einstein.is sem lúta að því hvernig jailbreak er framkvæmt á iOS tækjum, eða jafnvel sérstökum jailbreak forritum.
Margir spyrja sig gjarnan hvaða gagn það geri að framkvæma þetta jailbreak á iPhone, iPad eða iPod Touch, og hvort tækið líði eitthvað fyrir það. Hér á eftir reynum við að svara þeim spurningum, og fara yfir kosti og galla þess að framkvæma jailbreak.
Ef Apple myndi skipta stórveldi sínu niður í smærri fyrirtæki fyrir iPhone, iPad og Mac, þá væri „iPad“ ellefta stærsta tæknifyrirtæki Bandaríkjanna, samkvæmt niðurstöðum Toni Sacconaghi hjá Bernstein Research.