fbpx
Tag

iPad

Browsing

iPad auglýsing - Alive

iPad spjaldtölvan frá Apple er sú vinsælasta sinnar tegundar í heiminum, og hefur verið seld í tugmilljónatali frá því á markað í apríl 2010. Fyrirtækið sér samt ástæðu til að auglýsa spjaldtölvuna  í fjölmiðlum, og hefur nú sent frá sér tvær auglýsingar sem fyrirtækið telur að sælkerar fegurðarinnar.

Í auglýsingunum tveimur eru ýmis forrit í sviðsljósinu, sem sýna hvaða möguleikar sem eru í boði fyrir iPad og iPad mini eigendur.

SiriEf þú átt iPhone 4S eða nýrra iOS tæki þá hefurðu eflaust prófað að leika aðeins við aðstoðarkonuna hana Siri. Þótt auglýsingar frá Apple hafa kynnt Siri sem helstu stoð og styttu eigandans þá er það ekki tilfellið hjá íslenskum notendum, þar sem að Siri skilur ekki íslensku, og notagildir því talsvert minna.

Þótt Íslendingar noti Siri ekki til að skrifa tölvupósta eða til að finna veitingastað þegar haldið er út á land, þá er samt áhugavert að sjá hvað Siri getur gert fyrir mann. Tvær leiðir eru til að komast að því:

ThinPicThinPic fyrir iOS er ansi sniðugt forrit, en með notkun forritsins þá geturðu minnkað skráarstærð myndanna þinna um allt að 70% án þess að myndgæðin versni.

Við prófuðum forritið sjálfir til að kanna hvort þetta stæðist, og niðurstöðurnar voru jákvæðar. Við tókum eina mynd og renndum henni í gegnum ThinPic, og bárum svo upprunalegu myndina saman við „ThinPic“ útgáfuna. Upprunalega myndin var 1,2 MB að stærð en ThinPic útgáfan einungis 600 KB.

RemoteÍ gær þá kom tímabær uppfærsla af hinu vinsæla Remote forriti fyrir iOS, sem er nú komið í útgáfu 3.0.1.

Með forritinu geta er hægt að stjórna iTunes safni tölvunnar eða Apple TV úr iPhone eða iPad.

Með uppfærslunni þá er leitarmöguleiki kominn í forritið, auk þess sem ýmsar villur voru lagaðar þannig að forritið er nú stöðugra.

iOS 6.1

Í gær gaf Apple út uppfærslu á iOS stýrikerfinu, sem er nú komið í útgáfu 6.1.

Með uppfærslunni þá fengu fjölmörg símafyrirtæki LTE (4G) stuðning, auk þess sem að iTunes Match notendur geta halað niður einstökum lögum úr iCloud.

Facebook Poke - iPhone

Facebook heldur áfram að dæla forritum fyrir iOS í App Store, en nú hefur fyrirtækið sent frá sér sérstakt Facebook Poke forrit, svo notendur eigi auðveldara með að pota í aðrar manneskjur eða senda þeim skilaboð, myndir og myndbönd.

Fyrir útgáfu Facebook Poke þá er fyrirtækið með með sjálft Facebook forritið, FB Camera, FB Pages og FB Messenger í App Store.