Jailbreak: iOS útgáfa af Sparrow, póstforritinu vinsæla, lenti nýlega í App Store og hefur almennt fengið góðar undirtektir. Einn megingalli þótti þó vera við forritið, þ.e. að ekki var mögulegt að fá tilkynningar sjálfkrafa þegar nýr póstur var móttekinn, eða svokallaðar Push notifications.
Með útgáfu nýrra iOS kerfa, lenda eigendur eldri tækja í því að þau verða hægari í keyrslu. Þetta var tilfellið með iPhone 3G í iOS 4, og virðist aftur vera að gerast með iPhone 3GS á iOS 5. Ef þú hefur jailbreakað iPhone símann þinn (eða iPad, iPod Touch) og vistað svokölluð SHSH blobs þá geturðu niðurfært í lægri útgáfu á ný. Ástæðan fyrir því að þörf er á að vista þessi SHSH blobs, er að Apple vottar allar uppfærslur, og þegar nýjar uppfærslur koma út, þá hætta þeir að votta eldri kerfi.
Um leið og forsvarsmenn vefsíðunnar iFixit komast í tæri við nýja Apple vöru, þá verða þeir að taka hana í sundur. 3. kynslóð af iPad spjaldtölvunni var þar engin undantekning.
Í myndasafninu að neðan má sjá hvernig innvolsið í iPad lítur út.
Í gær fór 3. kynslóð af iPad spjaldtölvunni frá Apple á markaðinn. Í kjölfar útgáfunnar, þá ákvað Apple að gera nokkrum forritum hátt undir höfði í App Store búðinni fyrir iOS tæki. Þau forrit sem fá sérstaka athygli eru þau sem sem nýta háa skjáupplausn Retina skjásins á iPadinum eins vel og mögulegt er.
Það verður seint sagt að þetta hafi tekið langan tíma. Um leið og iPhone Dev-Team komust í kynni við 3. kynslóð af iPad, þá fóru þeir að kanna hvort hægt væri að jailbreaka hann. Nú, innan við sólarhring frá því þeir voru komnir með hann í hendurnar, þá var MuscleNerd, einn af forkólfum iPhone Dev-Team, búinn að jailbreak-a iPadinn sinn með iOS 5.1 uppsettu, sbr. þetta tweet að neðan.
Steve Wozniak, sem einnig er þekktur sem Woz eða „The Other Steve“ er mörgum að góðu kunnur, en hann stofnaði Apple ásamt Steve Jobs í bílskúr þess síðarnefnda árið 1976.
Þrátt fyrir að vera frægur á heimsvísu þá hefur Wozniak ávallt haldið sig á jörðinni, og í stað þess að panta nýjasta iPadinn heim að dyrum líkt og margir kusu að gera, þá ákvað hann að bíða næturlangt í röð eftir spjaldtölvunni sem beðið er með mikilli eftirvæntingu.
http://youtu.be/EH2L1XTaQsE
Það er fátt sem spjallþáttastjórnandinn Conan O’Brien lætur sig ekki varða, og hann gerði 3. kynslóð af iPad spjaldtölvunni að umtalsefni sínu í þættti sínum fyrir stuttu.
Hægt er að sjá myndbandið með því að ýta á meira
Sérfræðingar hjá UBM TechInsights gefa til kynna að varahlutir í 3. kynslóðar iPad með 4G gagnaflutningsneti og 16GB geymslumagni kosti $310, eða rúmar 39.000 kr. miðað við núverandi gengi. Þetta er aðeins hærra en forverar þeirra, en talið er að framleiðslukostnaður 1. kynslóðar af iPad með sama geymslumagni og 3G neti hafi verið $270, og $276 fyrir iPad 2.
Apple leyfði nokkrum af stærstu vefmiðlum Bandaríkjanna að fá forskot á sæluna og skoða 3. kynslóð af iPad fyrir stuttu, en bannaði þeim að birta umfjallanir sínar um iPadin fyrr en í dag. Joshua Topolsky hjá The Verge, dóttursíðu Engadget, leit á gripinn og sagði skoðun sína á honum.
Fyrir stuttu síðan greindum við frá því að Strætó forrit væri komið fyrir Android, og nú er sams konar forrit einnig komið fyrir iOS stýrikerfið, sem iPhone, iPad og iPod Touch keyra á. Þetta er mjög hentugt forrit fyrir þá sem taka reglulega strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu.
http://youtu.be/DJxZ0HVQXo8
Í kjölfar kynningarinnar í gær, þá hefur Apple sent frá sér iPad auglýsingu, þar sem áhersla er lögð á Retina skjáinn, en nýi iPadinn er með 2048×1536 skjáupplausn, á meðan iPad 2 er með 1024×768 skjáupplausn.