Stríðið milli Apple og Samsung heldur áfram. Undanfarin 5 ár hefur Apple varla minnst einu orði á önnur fyrirtæki í viðburðum sínum. Það breyttist í gær þegar Tim Cook lagði áherslu á að hvernig sum iOS forrit væru sniðin með iPadinn í huga, en þá kvað hann forrit keppinautanna vera heldur ljót, og tók Samsung spjaldtölvuna sem dæmi.
MuscleNerd, iOS forritarinn og einn af forkólfum í iPhone Dev-Team, greindi frá því á Twitter síðu sinni í gær, að jailbreak fyrir iOS 5.1 væri komið út.
Jailbreak-ið sem er komið er svokallað tethered jailbreak, sem þýðir að ekki er hægt að endurræsa símann og halda jailbreak-inu nema þú tengir iPhone símann við tölvu, og notir RedSn0w til að kveikja á honum (velur Just Boot í RedSn0w ef rafhlaðan klárast hjá þér).
Á Apple kynningunni í gær kom fram að iPadinn kemur í verslanir 16. mars í völdum löndum, og viku síðar, eða 23. mars hefst sala á honum í fleiri löndum, þ.á m. Íslandi.
Nýr iPad var kynntur í gær, ásamt nýju Apple TV, iOS 5.1 og iPhoto fyrir iPad. Að neðan má sjá myndir sem Apple sendi frá sér í tengslum við nýja iPadinn. Í myndaalbúminu er iPhoto fyrir iPad gert hátt undir höfði, en markmiðið með því er að einstaklingar þurfi ekki að notast við tölvu til að lagfæra og breyta myndum lítillega.
Í gær þá gaf Apple út litla uppfærslu fyrir iOS stýrikerfið sitt, sem er nú komið upp í 5.1. Uppfærslan lagar ýmsar litlar villur, auk þess sem það gerir notendum kleift að eyða myndum úr Photo Stream, auðveldar fólki að taka myndir þegar síminn er læstur, og bætir andlitsgreiningu í myndavélaforritinu. Von allra notenda er sú að rafhlöðuvandamál í iOS 5 séu úr sögunni með iOS 5 uppfærslunni.
Einhverjum lesendum er eflaust kunnugt um að Apple hélt viðburð fyrr í dag, þar sem aðalatriðið var kynning á nýrri iPad spjaldtölvu. iPadinn mun ekki heita iPad 3 eða iPad HD eins og sérfræðingar erlendis spáðu fyrir um, heldur var einfaldlega talað um hann á kynningunni sem „the new iPad“ eða nýja iPadinn.
Sumir Apple-aðdáendur vilja fylgjast með öllu um leið og það gerist. Aðrir vilja horfa á þetta eins og þeir hafi verið sjálfir á svæðinu, og loka fyrir allt samband á samfélagsmiðla og aðra fréttamiðla, og bíða þangað til að hægt sé að horfa á viðburinn frá upphafi til enda. Að þessu sinni var Apple ekki að tvínóna við hlutina, en myndband af viðburði dagsins er komið á netið.
Eins og greint var frá í síðustu viku, þá hefur Microsoft sent frá sér Windows 8 Consumer Preview, sem felur m.a. róttækar breytingar á notendaviðmótinu, en svo dæmi sé tekið þá mun hinn vinsæli Start hnappur sem var kynntur til sögunnar með Windows 95 stýrikerfinu heyra sögunni til þegar Windows 8 kemur út.
Mac: Sumum iPhone 4S eða iPad 2 eigendum finnst heldur fúlt að þurfa að eiga Apple TV, svo AirPlay speglun sé möguleg. Forritið Reflection bindur enda á þessi vonbrigði en með því geturðu nýtt þér AirPlay tæknina til að spegla starfsemi iPhone 4S símans eða iPad 2 spjaldtölvunnar þinnar yfir á Mac tölvu.
iOS/Jailbreak: Ef þú hefur jailbreak-að iPhone símann þinn eða annað iOS tæki, þá getur verið að þú lendir í því að eitt af uppáhalds Cydia forritunum þínum virki ekki lengur. Ástæðan er oft sú að nýjar og stöðugri útgáfar eru komnar sem bæta forritin.
Margir spá lítið í því að uppfærslur komi fyrir Cydia forrit, en uppfærslur á forritum eða viðbótum þar eru tíðar og nýta sér oft nýjustu möguleika iOS stýrikerfisins að fullu.
Margir eigendur iOS tækja tengja iCloud svo mikið við Apple og Mac tölvur, að þeir halda jafnvel að einungis sé hægt að nýta sér þjónustuna til að hafa tölvupóst, tengiliði, dagatöl og fleira stillt saman ef Mac tölva er á heimilinu. Svo er ekki.
Að neðan má sjá leiðbeiningar til að setja upp iCloud á Windows.