Microsoft kynnti nýverið Office fyrir iPhone ásamt nýrri iPad útgáfu af hugbúnaðarpakkanum, og greindi frá því að forritin verði nú ókeypis, þar sem notendur geta búið til og breytt skjölum, en ekki bara skoðað þau eins og áður.
iPhone 6 og 6 Plus fer í almenna sölu á Íslandi föstudaginn 31. október, samkvæmt fréttatilkynningu frá Apple. Fyrir liðlega…
Fyrr í mánuðinum útbjó Apple sérstakt veftól sem gerir notendum kleift að kanna stöðu á Activation Lock ef þeir eru með IMEI…
Í síðasta mánuði kom iPhone 6 og 6 Plus í sölu víða um heim og viðtökurnar eru ótrúlegar. Lesendur Einstein.is eru áhugasamir um nýjustu afurð bandaríska tæknirisans, en miðað við fjölda fyrirspurna sem okkur hafa borist þá er ljóst að ferðaglaðir Íslendingar vilja gjarnan fagna auknu tollfrelsi með iPhone kaupum vestanhafs.
Forsala á iPhone 6 og 6 Plus hófst í tíu löndum síðastliðinn föstudag, og viðbrögð neytenda létu ekki á sér standa.…
Rétt í þessu kynnti bandaríski tæknirisinn Apple tvo iPhone síma, iPhone 6 og iPhone 6 Plus, á viðburði í Cupertino.
Síðar í dag mun Apple kynna næstu kynslóð af vinsælustu vöru fyrirtækisins, iPhone símanum, en fyrirtækið hefur selt yfir 500 milljón símtæki frá því hann kom á markað árið 2007.
Fyrir skömmu síðan greindi DV frá því að sumir iPhone 5 eigendur gætu fengið nýja rafhlöðu í símann, að því gefnu að viss skilyrði séu uppfyllt, þ.e. að raðnúmer símans gefi til kynna að síminn hafi verið framleiddur á vissu tímabili.
Bandaríska tæknifyrirtækið Apple hefur boðað til blaðamannafundar 9. september næstkomandi.
Apple mun gefa notendum færi á að bera kennsl á lög, en samkvæmt nýjustu heimildum Bloomberg ætlar fyrirtækið ætlar að hefja samstarf með framleiðendum snjallforritsins Shazam, sem er mörgum notendum snjalltækja að góðu kunnugt.
Bandaríska tæknifyrirtækið Apple hefur nú selt yfir 500 milljón eintök af hinum vinsæla iPhone snjallsíma.