fbpx
Tag

íslenskt

Browsing

Spotify logo

Útgáfufyrirtækið Sena hefur samið við tónlistarveituna Spotify um dreifingu á íslenskri tónlist sem hefur komið út á vegum fyrirtækisins.

Spotify byrjaði sem kunnugt er að bjóða þjónustu sína hérlendis í síðustu viku og hefur þegar vakið mikinn áhuga hjá Íslendingum. Tónlistin verður aðgengileg áskrifendum Spotify óháð staðsetningu, þannig að Íslendingar erlendis munu getað hlustað á lögin líkt og þjóðbræður og -systur þeirra hérlendis.

Spotify Ísland

Tvær stærstu tónlistarveitur heimsins með áskriftarmódel eru nú í boði á Íslandi, en þjónusturnar sem um ræðir eru Spotify og Rdio.

Báðar þjónusturnar njóta mikilla vinsælda víða um heim, ekki síst vegna þess að þær bjóða notendum sínum upp á að vista lög og spila þau offline, þ.e. þegar notandinn er ekki nettengdur, en sá möguleiki hefur mikið að segja við val notenda á tónlistarþjónustum.

iphone-5mynd

Okkur berast reglulega fyrirspurnir varðandi hátt verðlag á iPhone hérlendis, sem eru  oftast eitthvað á þessa leið:
[pl_blockquote cite=“Reiður lesandi“]Hvaða rugl er það að iPhone kosti 83 þúsund krónur í Boston en 150 þúsund kall á Íslandi? Þetta er bara hreinasta okur![/pl_blockquote]

Rannsóknarstofa Einstein.is hélt því í mikla sannleiksleit, til að leita skýringa á iPhone verðlagi hérlendis.

TuneIn RadioNú lifum við á þeim tímum að eftir 5-10 ár er alls óvíst að vísitölufjölskyldan muni eiga hefðbundið útvarp í eldhúsinu sem ómar þegar börnin koma heim úr skólanum . Það er því ekki von að maður spyrji sig hvernig maður eigi þá að hlusta á Spegilinn, Víðsjána og Reykjavík síðdegis heima hjá sér ef ekkert útvarp er á heimilinu. Við á Einstein ætlum að bæta úr því með því að benda á forrit sem gerir þér kleift að hlusta á íslenskar útvarpsstöðvar í bæði iPhone og Android (og raunar líka Blackberry og Windows Phone 7).

Skýþjónustan Dropbox, sem gerir þér kleift að vista gögnin þín með tryggum hætti á netinu, er nú með svokallað Space Race í gangi fyrir háskóla út um allan heim.

Með Space Race þá getur þú veitt skólanum þínum stuðning og „keppt“ gegn öðrum skólum, og notendur fá að verðlaunum aukið pláss á Dropbox svæðið í tvö ár, en hversu mikið pláss þeir fá miðast við fjölda þátttakenda úr hverjum skóla. Svo dæmi sé tekið þá fá nemendur við Háskóla Íslands 15GB aukalega á Dropbox svæðið sitt.

Íslenskt lyklaborðJailbreak: Íslenskir iPhone, iPad og iPod touch notendur eru almennt nokkuð sáttir með iOS stýrikerfið frá Apple, en flestir eru þó sammála um að stuðningur við íslenskt lyklaborð mætti vera betri.

Eins og staðan er í dag þá þurfa þurfa notendur að ýta á og halda inni A til að fá Á, I til að fá Í o.s.frv. sem getur verið heldur tímafrekt ef maður er að skrifa langt bréf eða tölvupóst.