fbpx
Tag

íslenskt

Browsing

Skiló.isFyrir skömmu síðan opnaði vefurinn Skiló.is, sem býður notendum upp á að senda smáskilaboð innanlands óháð kerfi.

Skiló býður einnig upp á sendingu skilaboða fram í tímann, þannig að notendur geta þá t.d. notað til að minna sig á ákveðna hluti ef þeir eru ekki með snjallsíma.

Ljósleiðari vs LjósnetHraðasta internetið sem er í boði á Íslandi í dag er ýmist yfir ljósleiðara eða svokallað ljósnet. Frá árinu 2005 hefur Gagnaveita Reykjavíkur byggt upp og rekið ljósleiðaranet undir merkinu ljósleiðarinn.

Árið 2010 kynnti Síminn til sögunnar internet yfir svokallað ljósnet, sem vakti hörð viðbrögð hjá Gagnaveitu Reykjavíkur. Þeir sögðu markaðssetningu Símans vera villandi, þar sem ekki væri um ljósleiðaranet að ræða (þó er vert að geta þess að Neytendastofa sá ekki ástæðu vera til aðgerða vegna markaðssetningar Símans). Með þessar tvær þjónustuleiðir þá er ekki laust við að maður spyrji sig, hver munurinn sé á ljósleiðara og ljósneti?

Strætó AndroidFyrir stuttu síðan greindum við frá því að Strætó forrit væri komið fyrir Android, og nú er sams konar forrit einnig komið fyrir iOS stýrikerfið, sem iPhone, iPad og iPod Touch keyra á. Þetta er mjög hentugt forrit fyrir þá sem taka reglulega strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu.

Android logoAndroid: Það eru blendnar tilfinningar meðal menntaskólanemenda sem vakna á köldum vetrardegi, fara í skólann til þess eins að sjá að kennarinn í fyrsta tíma er veikur. Þórðargleðin er þá oft við völd og auknum frítíma fagnað, en á sama tíma er því bölvað að það hefði verið hægt að sofa 40 mínútum lengur þann daginn.

Einhverjir þekkja það eflaust að sjá einhverja sniðuga vöru á netinu, og vilja gefa í tækifærisgjöf, en varan er ekki seld á Íslandi (t.d. Clocky vekjaraklukkan sem sér til þess að þú snooze-ar aldrei). Ef þú vilt fá meira úrval þegar þú kaupir gjafir, mögulega spara nokkra þúsundkalla, og auðvelda þér jólagjafakaupin almennt, þá er þjónustan sem MyUS býður upp á eitthvað sem þú mættir skoða.

MyUS er þjónusta sem sérhæfir sig í að taka á móti pökkum og senda þá áfram til notenda þjónustunnar. Við skráningu er þér úthlutað heimilisfangi (líkt og hjá ShopUSA) sem þú notar þegar þú pantar hluti af netinu. Þegar pakki (eða pakkar) koma í pósthólfið þitt, þá færðu tilkynningu um það í tölvupósti.

Airport ExtremeATHUGIÐ: Þessi leiðarvísir er frá 2011, en útgáfa af leiðarvísinum fyrir nýrri gerðir af Airport Utility var birtur árið 2013. Þann leiðarvísi má sjá með því að smella hér.

Ef þú færð internetið um ljósleiðarann frá Gagnaveitu Reykjavíkur og átt Airport Extreme eða Time Capsule frá Apple, þá þarftu ekki lengur að borga leigugjald fyrir beininn (e. router) sem þú fékkst frá þjónustaðila þínum (gjaldið er yfirleitt u.þ.b. 500 kr./mán.) heldur einfaldlega tengt tækið beint við ljósleiðaraboxið og notað sem beini. Leiðbeiningar að neðan.

Eitt af fyrstu skrefum hvers iPhone notanda er að setja 3G og MMS stillingar inn í símann sinn.

Til þess að setja inn internet og MMS stillingar á iPhone þá þarftu að fara í Settings > General > Network og Cellular Data Network.

Hér koma stillingar fyrir Símann:

Eitt af fyrstu skrefum hvers iPhone notanda er að setja APN stillingar (þ.e. 3G og MMS ) inn í símann sinn.

Til þess að setja inn internet og MMS stillingar á iPhone þá þarftu að fara í Settings > General > Network og Cellular Data Network.

Hér koma 3G og MMS stillingar Tal, einnog:

Með tilkomu ljósleiðara þá fær notandi margfalt hraðari internettengingu miðað við ADSL tengingar yfir koparinn, þar sem farið er úr „allt að“ 12-16Mbit/s yfir í „allt að“ 100 Mbit/s.

Einn mikill kostur við ljósleiðara er líka sá að það er sami hraði á tengingu hvort sem verið er að hala niður efni eða senda það frá sér, þ.e. allt að 100Mbit/s í báðar áttir, á meðan upphalshraði á ADSL tengingum takmarkast við 0.8-1.0 Mbit/s eftir því sem ég best veit.

Athugið! Hraði á internettengingum er mældur í Megabitum (Mbit eða Mb) en ekki Megabætum (MB). 8 Mbit = 1 MB, þannig að þegar auglýst er að internetáskrift bjóði upp á 50Mbit/s þá þýðir það að hámarkshraði á niðurhali er í raun 6.25 MB/s.

Að neðan eru helstu internetþjónusturnar bornar saman sem bjóða upp á internet yfir ljósleiðara.

Athugið að í eftirfarandi samanburði var eingöngu miðað við að eingöngu internetþjónustan sé keypt hjá þjónustuaðila, en ekki einhver blanda af interneti síma (heima- eða farsíma) og sjónvarpi. Inni í þessum útreikningum er ótalið gjald til Gagnaveitu Reykjavíkur sem er 2.410 kr./mán. eða 1.210 kr./mán fyrir net án heimasíma hjá Símanum.