Jailbreak forritarinn Planetbeing var nýlega í viðtali við Forbes tímaritið, þar sem hann var spurður hvort iOS 6.1.3 myndi hafa áhrif á Evasi0n jailbreak-ið sem kom út samhliða iOS 6.1.1.
Fyrir rúmri viku kom jailbreak fyrir iOS 6.1, og nú er komið untethered jailbreak fyrir Apple TV 5.1. Stuðningur við XBMC eða Plex er ekki kominn, þannig að ef þú notar þessi forrit þá skaltu aðeins bíða með það að uppfæra.
UPPFÆRT: XBMC styður nú Apple TV 5.2
Þetta jailbreak virkar því miður ekki fyrir Apple TV 3, sem kom á markað í mars 2012.
Mörgum þykir ferðalagið til að kveikja og slökkva á hlutum eins og Bluetooth vera heldur langt. Til þess þá þarf notandinn að hætta tímabundið í forritinu (eða leiknum) sem hann er í. Síðan þarf að opna Settings > Bluetooth og svo á ON/OFF hakið.
Cydia viðbótin NCSettings styttir þetta ferðalag talsvert, en uppsetning þessarar viðbótar er eitt af fyrsku verkum notenda eftir vel heppnað jailbreak.
Jailbreak fyrir iOS 6, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu, kom út fyrr í dag kl. 17:00 á íslenskum tíma, og hefur þegar verið halað niður 100.000 sinnum.
Í leiðarvísinum hér fyrir neðan þá ætlum við að fara með ykkur í gegnum ferlið ef þið viljið framkvæma untethered jailbreak á tækjunum ykkar. Þetta jailbreak virkar á öllum iPhone, iPad og iPod touch tækjum sem keyra iOS 6.0-6.1.2
Við sögðum frá því fyrir stuttu að jailbreak fyrir iPhone 5 væri nánast tilbúið. Forritarinn Pod2g, sem jailbreak áhugamenn þekkja kannski til, renndi frekari stoðum undir það í Twitter færslu til jailbreak forritarans Planetbeing, þegar hinn síðarnefndi greindi alheimi frá árangri liðinnar viku hjá jailbreak forriturum.
Come on Apple. Release that 6.1 now! /cc @planetbeing @pimskeks @musclenerd
— pod2g (@pod2g) January 23, 2013
iOS 6 stýrikerfið hefur hingað verið þrándur í götu þeirra sem vilja framkvæma jailbreak á tækjunum sínum. Einungis er hægt að framkvæma svokallað tethered jailbreak á iPhone 4 og eldri tækjum, sem krefst þess að notendur ræsi símann með hjálp tölvu ef hann rafhlaðan tæmist eða einhver slekkur á símanum.
Hið eftirsóknarverða untethered jailbreak er ekki komið fyrir sömu tæki, og ekkert jailbreak fyrir iOS 6 fyrir þá sem eiga iPad 2, iPhone 4S eða nýrri tæki. Bráðum kemur þó betri tíð með blóm í haga, ef eitthvað er að marka forritarann og jailbreak sérfræðinginn Planetbeing.
Jailbreak: Margir sem hafa framkvæmt jailbreak á iOS tækjum sínum hafa sett upp forritið Installous frá Hackulous, sem gerir notendum kleift að sækja App Store forrit án þess að greiða fyrir þau. Hackulous hefur nú gefið það út að þeir séu hættir með Installous.
Þessar fregnir hafa vkið mikla kátínu hjá iOS forriturum út um allan heim, sem hafa geta rakið tekjutap til notkunar á Installous.
Apple TV margmiðlunarspilarinn er með vinsælli raftækjum hérlendis um þessar mundir. Apple TV léttir manni lífið með ýmsum hætti, t.d. með því að spila efni þráðlaust úr iTunes í sjónvarpinu og AirPlay spilun ef þú vilt spila tónlist eða myndbönd á sjónvarpinu þínu.
Margir spyrja sig samt þeirrar spurningar hvað sé eiginlega hægt að gera við Apple TV spilarann. Við ætlum að fara aðeins út í það hér fyrir neðan.
Jailbreak: Íslenskir iPhone, iPad og iPod touch notendur eru almennt nokkuð sáttir með iOS stýrikerfið frá Apple, en flestir eru þó sammála um að stuðningur við íslenskt lyklaborð mætti vera betri.
Eins og staðan er í dag þá þurfa þurfa notendur að ýta á og halda inni A til að fá Á, I til að fá Í o.s.frv. sem getur verið heldur tímafrekt ef maður er að skrifa langt bréf eða tölvupóst.
iPhone Dev-Team hefur sent frá sér uppfærða útgáfu af RedSn0w, sem gerir notendum kleift að framkvæma jailbreak á tækjum sínum og auka þannig möguleika.
Redsn0w 0.9.15b1 kemur með iOS 6 stuðningi, og einnig möguleika á að niðurfæra úr iOS 6 niður í iOS 5 (fyrir þá sem vistuðu svokölluð SHSH blobs).