fbpx
Tag

Jailbreak

Browsing

iPhone 5 - thumbnailJailbreak fyrir iPhone 4S kom út u.þ.b. hálfu ári eftir að síminn kom á markað. Jailbreak aðdáendum til mikillar ánægju þá verður biðin öllu styttri fyrir iPhone 5, en iPhone forritarinn chpwn setti inn færslu á Twitter síðu sína, þar sem hann tjáði heiminum að honum hefði tekist að framkvæma jailbreak á iPhone 5 með góðum árangri.

Apple TV 3

Þeir sem keyptu Apple TV spilarann sinn í lok mars eða síðar hafa margir lent í því að jailbreak hafi ekki heppnast þegar reynt er að fylgja leiðarvísi síðunnar. Ástæðan er einfaldlega sú þá er um Apple TV 3 (eða 3. kynslóð af Apple TV) að ræða, sem ekki er ennþá hægt að jailbreaka.

Fyrr í vikunni var greint frá því að jailbreak yrði væntanlegt innan tíðar, og fyrr í dag var Absinthe 2.0 gefið út með pompi og prakt á HIBT ráðstefnunni (Hack in the Box).

Absinthe jailbreak forritið er til á Mac, Windows og Linux, þannig að svo lengi sem að þú átt fartölvu eða heimilistölvu, þá ættirðu að vera góðum málum. Absinthe virkar á öllum tækjum sem keyra iOS 5.1.1 nema Apple TV 3.

Franski forritarinn pod2g greindi frá því á Twitter síðu sinni fyrir stuttu, að verið væri að leggja lokahönd á untethered jailbreak fyrir iOS 5.1.1.

Þetta nýja jailbreak mun virka á öllum tækjum sem keyra iOS 5.1.1, að undanskildu Apple TV 3. Það þýðir að hægt verður að jailbreaka eftirfarandi tæki: iPhone 4S, iPhone 4, iPhone 3GS, nýja iPadinn (iPad 3), iPad 2, iPad, iPod touch 4G/3G og að lokum Apple TV 2.

Eins og fram kom í leiðarvísinum í gær, þá er untethered jailbreak fyrir Apple TV2 með útgáfu 5.0 loksins komið út. Ef þú hefur jailbreak-að Apple TV spilarann þinn þá geturðu sett upp XBMC, því aðilarnir á bak við forritið hafa unnið baki brotnu til að það virki á Apple TV 5.0, og með því að fylgja eftirfarandi leiðarvísi þá munt þú geta sett upp forritið á spilaranum þínum.

Margir hafa beðið eftir jailbreak-i fyrir Apple TV 5.0 með mikilli eftirvæntingu eftir að jailbreak fyrir Apple TV 5.0 myndi koma, einkum svo hægt sé að setja upp forritið forritið XBMC. Til allrar hamingju þá er biðinni lokið.

Jailbreak-ið sem er komið er svokallað tethered jailbreak, sem þýðir að ekki er hægt að endurræsa Apple TV spilarann og halda jailbreak-inu nema spilarinn sé tengdur við við tölvu, og Seas0nPass sé notað til að kveikja á honum (velur Boot Tethered í Seas0nPass). Blessunarlega þá þarf maður ekki að gera þetta tethered boot nema örsjaldan, þar sem að spilarinn slekkur aldrei alveg á sér.

Að neðan má finna leiðarvísi til að framkvæma tethered jailbreak á Apple TV 2 með útgáfu 5.0:

Jailbreak: Deck er skemmtilegt viðbót fyrir þá sem hafa jailbreakað iPhone símann sinn (eða önnur iOS tæki).

Deck gerir þér kleift að fá tækjastiku á heimaskjáinn þinn, þannig að þú ert með forrit og skipanir sem þú sníðir að eigin þörfum innan seilingar. Í myndbandinu að neðan má sjá forritið í notkun

Cydia logo - 150x150Ef þú átt aflæstan iPhone síma (sjá grein um muninn á opnum, aflæstum og læstum símum) og uppfærðir í iOS 5 til að geta nýtt þér iMessage, Notification Center og fleiri nýjungar, þá er heldur leiðinlegt að horfa upp á farsímanetið kikna í hnjánum þegar þú ætlar að nota staðsetningarþjónustu í forritum á borð við Facebook, FourSquare, Google Maps o.fl.

Lausnin við þessu er í þessum litla leiðarvísi að neðan:

Með útgáfu nýrra iOS kerfa, lenda eigendur eldri tækja í því að þau verða hægari í keyrslu. Þetta var tilfellið með iPhone 3G í iOS 4, og virðist aftur vera að gerast með iPhone 3GS á iOS 5. Ef þú hefur jailbreakað iPhone símann þinn (eða iPad, iPod Touch) og vistað svokölluð SHSH blobs þá geturðu niðurfært í lægri útgáfu á ný. Ástæðan fyrir því að þörf er á að vista þessi SHSH blobs, er að Apple vottar allar uppfærslur, og þegar nýjar uppfærslur koma út, þá hætta þeir að votta eldri kerfi.