Það líður varla mánuður án þess að við fáum skilaboð á borð við þessi: Hæ. Ég sótti nýlega forrit sem…
Eitt algengasta vandamál Mac notenda, eða þeirra sem skipta úr Windows tölvu yfir í Apple hljóðar svo: Viðkomandi á utanáliggjandi harðan…
Margir sem keyra Mac OS X Mavericks á Apple tölvum sínum finnst skjástillingarnar vera heldur fátæklegar. Eins og sést á myndinni að ofan, þá eru skjástillingarnar heldur einfaldar, og einungis hægt að velja á milli fjögurra skjáupplausna.
Mac/Windows/iOS: 1Password er gríðarlega öflugt forrit sem gerir notendum kleift að halda utan lykilorðin sín með einföldum og þægilegum hætti. Forritin eru þróuð af kanadíska fyrirtækinu AgileBits, sem einbeitir sér einkum að gerð 1Password, en gefur einnig út forritið Knox.
Notifyr er nýtt forrit sem gerir notendum kleift að láta iOS tilkynningar (e. push notifications) birtast á Mac tölvum.
Í gær gaf bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft út Mac útgáfu af vinsæla stílabókarforritinu OneNote. Forritið er einnig ókeypis á Windows frá og með deginum í dag.
Nýtt ár, nýr ævintýri. Á þessu herrans ári 2014 þá ætlum við að byrja með nýjan lið hérna á Einstein.is (og jafnvel endurvekja gamla liði). Forrit dagsins er þar á meðal, þar sem við munum gera valinkunnum forritum hátt undir höfði og kynna þau fyrir lesendum.
Undanfarin ár hefur samskiptaforritið Viber verið meðal þeirra vinsælustu í sínum flokki, fyrst á iPhone og síðar Android, Windows Phone og Blackberry. Forritið er einfalt og gerir notendum kleift að hringja símtöl og senda skilaboð án endurgjalds.
Twitter forritið fyrir Mac fékk á dögunum sína fyrstu uppfærslu síðan 2011, og kemur nú loks með Retina stuðningi, og betri stuðning fyrir deilingu mynda, auk þess sem forritið er nú í boði á 14 tungumálum.
Það gerist á bestu bæjum að markmið dagsins er að læra 12 tíma þann daginn, en þegar lagst er upp í rúm eftir einn Grey’s Anatomy eða endursýndan Kastljósþátt þá er afraksturinn heldur rýr. Þetta getur verið heldur hvimleitt, sérstaklega þegar nær dregur prófum. Með því að beita Pomodoro aðferðinni þá muntu einbeita þér betur að lærdómi eða öðrum verkefnum og afkasta meiru en þú áttir von á.
Mac forritið Beamer hefur áður verið til umfjöllunar hér á Einstein.is, en forritið er mjög vinsælt hjá þeim vilja spila video af Mac tölvunni sinni á Apple TV (einkum Apple TV 3 af því ekkert jailbreak er komið fyrir þann spilara).
Forritið er núna á 25% afslætti hjá MacUpdate, og kostar því einungis $11.25 í stað $15.