fbpx
Tag

Netflix á Íslandi

Browsing

Ef þú hefur fylgt leiðarvísinum um hvernig maður notar Netflix á Íslandi, og notar þjónustuna mikið, þá hefurðu eflaust tekið eftir því að allt þetta Netflix áhorf er erlent niðurhal.

Netflix hefur ráð undir rifi hverju, og fyrirtækinu er kunnugt um að notendur þeirra hafa sumir takmarkað niðurhal á tengingum sínum. Fyrirtækið býður manni því upp á að stilla gæðin og takmarka þannig bandvíddina (enda með 120 útgáfur af hverjum titli).

Netflix á Íslandi

Í almennum leiðarvísi okkar um hvernig maður notar Netflix á Íslandi, þá fá Windows notendur einungis að njóta þess hvernig Playmo er sett upp á Windows 7 stýrikerfinu. Þarna var vinsælasta stýrikerfið valið, og leiðbeiningar fyrir það settar inn.

Frá því leiðarvísirinn var fyrst birtur þá hefur okkur alltaf borist stöku bréf, sem er oftast á þá leið hvernig maður setji inn þessar stillingar fyrir önnur Windows stýrikerfi. Við leystum slíkar beiðnir bara í hverju tilviki fyrir sig (enda stöndumst við sjaldnast mátið við fáum fallegar beiðnir í gegnum fyrirspurnakerfið).

Hér koma því uppsetningarleiðbeiningar fyrir öll Windows kerfi, allt aftur í Windows XP.

Netflix á Íslandi

Hefur þú lent í því að vera að horfa á Netflix mynd frammi í stofu og svo koma börnin fram, vilja horfa á barnaefnið og reka þig inn í herbergi til að klára kvikmyndina?

Nei, ekki við heldur, en ef slík tilvik koma upp þá ertu síður en svo illa staddur vegna þess að þú getur gripið snallsímann, spjaldtölvuna eða fartölvuna þína og haldið áfram að horfa á myndina inni í herbergi.

Apple TV margmiðlunarspilarinn er með vinsælli raftækjum hérlendis um þessar mundir. Apple TV léttir manni lífið með ýmsum hætti, t.d. með því að spila efni þráðlaust úr iTunes í sjónvarpinu og AirPlay spilun ef þú vilt spila tónlist eða myndbönd á sjónvarpinu þínu.

Margir spyrja sig samt þeirrar spurningar hvað sé eiginlega hægt að gera við Apple TV spilarann. Við ætlum að fara aðeins út í það hér fyrir neðan.

Netflix merkiðLeiðarvísir síðunnar um hægt sé að nota Netflix á Íslandi er flestum lesendum að góðu kunnur. Með vaxandi notkun iOS tækja á borð við iPad og iPhone, þá eru einstaklingar farnir að nota tækin til að horfa á myndbönd í nokkrum mæli.

Leiðarvísinn hér að neðan sýnir hvernig hægt er að nota Netflix á iPad eða iPhone.

Ef frá er talið brauð í sneiðum, uppgötvun penisillíns og Gameboy leikjatölvuna, þá er Netflix eflaust eitt mesta snilldarfyrirbæri allra tíma. Þjónustan  býður manni upp á að horfa á eins mikið af efni og líkaminn þolir fyrir einungis $7.99 á mánuði (sjá leiðarvísi til að setja upp Netflix). Þeir sem nýta sér þessa þjónustu kannast þó mögulega við að eiga við þann hafsjó af kvikmyndum og sjónvarspsefni sem boðið er upp á, og lenda í hreinustu vandræðum með að velja á milli myndefnis til að horfa á.

Hér getur að líta nokkur tól sem geta hjálpað manni með valið.

Netflix er gríðarlega vinsæl VOD (video on demand) þjónusta út um allan heim sem höfðar m.a. til notenda vegna þess hversu viðráðanlegt verðið er á þjónustunni (frá $8.99 á mánuði) og einnig því hægt er að nota þjónustuna í öllum tækjum (leikjatölvum, margmiðlunarspilurum, snjallsjónvörpum o.s.frv.).

Athugið!

Nú er Netflix í boði á Íslandi. Mörgum finnst úrvalið á íslenska Netflix ekki vera nógu gott (einkum þeim sem notuðu bandaríska Netflix áður) og ef þú ert einn þeirra, þá mælum við með því að þú lesir leiðarvísi okkar til að nota Hulu eða Amazon Prime Video.