Mac/Windows/iOS: 1Password er gríðarlega öflugt forrit sem gerir notendum kleift að halda utan lykilorðin sín með einföldum og þægilegum hætti. Forritin eru þróuð af kanadíska fyrirtækinu AgileBits, sem einbeitir sér einkum að gerð 1Password, en gefur einnig út forritið Knox.
Undanfarin ár hefur samskiptaforritið Viber verið meðal þeirra vinsælustu í sínum flokki, fyrst á iPhone og síðar Android, Windows Phone og Blackberry. Forritið er einfalt og gerir notendum kleift að hringja símtöl og senda skilaboð án endurgjalds.
Amazon hefur uppfært Cloud Drive forritið fyrir Windows og Mac, sem kemur nú með speglunarmöguleika (e. File Sync), þannig að fyrirtækið er nú komið í beina samkeppni við þjónustur eins og Dropbox, Google Drive og SkyDrive
Forritið Instant Heart Rate frá Azumio gerir manni kleift að mæla púlsinn hjá sjálfum sér eða öðrum á nokkuð frumlegan hátt, en til þess notar forritið myndavél símans.
Flestir eigendur Kindle lestölvunnar frá Amazon þekkja það hvimleiða vandamál að geta ekki keypt íslenskar rafbækur fyrir tölvuna sína (nema á skinna.is sem selur rafbækur í sniði sem Kindle tölvan les). Ástæðan er ávallt sú sama, viðkomandi búð selur bækurnar í ePub sniði.
Í leiðarvísinum hér fyrir neðan munum við sýna hvernig hægt er að breyta ePub skrám (e. convert) yfir í snið sem Kindle lestölvurnar geta lesið.
Margur er knár þótt hann sé smár. Það eru orð að sönnu þegar litla forritið F.lux er annars vegar, sem ætti að henta hverjum þeim sem eyðir miklum tíma fyrir framan tölvuskjá. En hvað gerir F.lux nákvæmlega? Áður en því er svarað þá skulum við setjast aðeins á skólabekk.
Melatónín er efni sem heilinn okkar framleiði. Í daglegu tali er það stundum kallað hormón myrkursins, en það hjálpar manni m.a. að sofna. Við góð birtuskilyrði þá er framleiðsla melatóníns lítil, en eykst ef birtan minnkar.
Nítjanda opinbera útgáfan af Firefox vafranum frá Firefox kemur út í dag, aðeins mánuði eftir útgáfu Firefox 18 (Firefox liðar greinilega sólgnir í aðra köku frá Microsoft).
Forritið kemur með innbyggðum stuðningi við PDF skjöl, þannig að ekki er lengur þörf á sérstökum viðbótum (e. add-ons) til að lesa þau í vafranum.
Ef þú átt myndarlegt DVD safn sem gerir ekkert nema að safna ryki, þá hefurðu ef til vill velt því fyrir þér hvort það sé ekki hægt að koma þessu myndum á tölvutækt form, svo hægt sé að koma myndunum snyrtilega fyrir í geymslunni.
Hér á eftir ætlum við að benda á nokkrar mismunandi leiðir til að koma DVD myndum (og Blu-ray þegar svo ber undir) yfir á tölvutækt form.
Flestir þekkja þann vanda að ætla bara „aðeins kíkja á Facebook…bara 5 mín.“ Svo er klukkustund liðin og þú ert ennþá á skemmtilegri síðu sem einhver Facebook vinur linkaði á.
Ef þú vilt frá hjálp að utan til að halda þig frá Facebook, einum leik af Bubbles eða einhverju öðru sem truflar, þá gætu þessi forrit aðstoðað þig.
Í gær gaf Apple út gífurlega útgáfu af iTunes margmiðlunarforritinu sem allir iPhone og iPad eigendur þekkja. iTunes 11 kemur með gjörbreyttu viðmóti auk nokkurra nýrra eiginleika sem vert er að geta.
Finnska leikjafyrirtækið Rovio hefur gefið út enn einn leikinn í Angry Birds seríunni, en vinsældir þessara leikja virðast aldrei ætla að dala. Leikurinn kom út í dag, fyrir Android, iOS, Mac og Windows.
Það má segja að Angry Birds Star Wars sé framhaldsleikur af Angry Birds Space sem kom út í mars, því himingeimurinn er ennþá leiksvæðið (nema skipt er um vetrarbraut ef Rovio hefur haldið sig við Star Wars söguna).