Í kjölfar SOPA/PIPA mótmælanna þá urðu sumir sáttir en aðrir ekki með takmarkaða þátttöku nokkurra af vinsælustu vefsíðum heims, þ. á m. samfélagsmiðlanna Facebook, Twitter og Google+.
Vefmiðilinn The Next Web tók saman hversu miklum tekjum nokkrar þessar síður, og nokkrar til viðbótar, hefðu orðið af, ef þær hefðu lokað síðum sínum, líkt og t.d. Reddit þann 18. janúar síðastliðinn.
Leitarvélarisinn Google er þar efst í huga fólks, en fyrirtækið sverti merki fyrirtækisins á mótmæladegi SOPA og vati athygli á mótmælunum, en þar lauk þátttöku fyrirtækisins í mótmælunum. Áætlaðar mánaðartekjur Google eru um það bil 369 milljarðar króna (3 milljarðar dollara) sem það fær í auglýsingatekjur. Það gerir gerir 12,3 milljarða króna sem fyrirtækið fær í tekjur á degi hverjum.
Facebook eru langt á eftir Google í tekjuöflun, en Mark Zuckerberg mun samt seint eiga erfitt með að láta enda ná saman, þar sem tekjur Facebook árið árið 2011 eru taldar hafa verið í kringum 525 milljarðar króna (4,27 milljarðar dollara) sem gerir 1,4 milljarða króna á dag.
Dagstekjur Twitter nema tæplega 50 milljónum króna, eBay tekur inn 3,4 milljarða króna í kassann á dag, og loks hefði GroupOn, fyrirmynd Hópkaupa, séð á eftir 861 milljónum króna ef þeir hefðu lokað síðunni sinni til að mótmæla SOPA.
Ef maður tekur mið af þessum gríðarlegu tekjum sem ofangreind fyrirtækin hefðu orðið af með þátttöku sinni í SOPA mótmælunum, þá verður það ekki lagt þeim til lasts að hafa boðið upp á þjónustu sína þann 18. janúar 2012.
Margar af stærri síðum heims tóku samt virkan þátt í SOPA mótmælunum, eins og sjá má í eftirfarandi grein (og annarri um áhrif mótmælanna)