Í ljósi aukinna vinsælda Chrome netvafrans frá Google þá hefur fyrirtækið ákveðið að efna til keppni fyrir snjalla tölvuhakkara. Markmið keppninnar fyrir téða hakkara er að finna öryggisvillur (e. exploits) í vafranum og greina frá þeim. Verðlaunafé nemur samtals einni milljón dollara, eða rúmlega 125 milljónum króna, sem skiptist jafnt niður á þátttakendur.
Eins og áður hefur komið fram, þá eru dagstekjur Google 12,3 milljarðar króna, þannig að fyrirtækið ætti að tóra þrátt fyrir þennan litla leik.
Til þess að taka þátt þá þarf maður að nota Chrome vafrann á Windows 7 stýrikerfinu. Verðlaunin skiptast í þrennt, þ.e.:
$60,000 – “Full Chrome exploit”: Chrome / Win7 local OS user account persistence using only bugs in Chrome itself.
$40,000 – “Partial Chrome exploit”: Chrome / Win7 local OS user account persistence using at least one bug in Chrome itself, plus other bugs. For example, a WebKit bug combined with a Windows sandbox bug.
$20,000 – “Consolation reward, Flash / Windows / other”: Chrome / Win7 local OS user account persistence that does not use bugs in Chrome. For example, bugs in one or more of Flash, Windows or a driver. These exploits are not specific to Chrome and will be a threat to users of any web browser.
Verðlaun eru veitt fyrir hvert exploit, ýmist 60, 40 eða 20 þúsund dollarar þangað til verðlaunasjóðurinn er á þrotum.