Reykjavik International Film Festival (RIFF) hófst í gær og stendur til 7. október. Hátíðin vex með hverju árinu, og að þessu sinni eru yfir hundrað kvikmyndir sýndar á henni, auk þess sem hátíðin stendur einnig fyrir tónleikum, listasýningum og fleiru.

Sérstakt forrit fyrir hátíðina er komið út á bæði iOS og Android þannig að stór hluti snjallsímaeigenda mun nú eiga auðveldara um vik að fylgjast með dagskrá hátíðarinnar og finna kvikmyndir sem eru þeim að skapi.

Það er Gangverk sem hannaði þetta forrit fyrir Símann, sem fæst bæði í App Store og Google Play og er ókeypis.

Hér fyrir neðan má svo sjá nokkur skjáskot úr iPhone útgáfu forritsins

[nggallery id=15]

Author

Write A Comment

Exit mobile version