iPhone LTE

Viðskiptavinir Nova geta nú notað 4G / LTE á iPhone 5, iPhone 5C og iPhone 5S eftir uppfærslu frá Apple sem kom fyrr í kvöld.

Með uppfærslunni þá mun LTE birtast á skjám notenda sem eiga nýjustu kynslóðir af iPhone þegar þeir eru á LTE þjónustusvæði Nova.

Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir fyrirtækið hafa unnið lengi að samningum við Apple, sem ákveður hvaða símafyrirtæki geta notað 4G /LTE, og það séu mikil tímamót fyrir Nova að geta boðið 4G þjónustu fyrir vinsælasta farsíma fyrirtækisins.

Þegar þetta er ritað þá eru yfir 40.000 iPhone farsímar í notkun á farsímakerfi Nova. Með því að nota símann á 4G/LTE kerfinu þá verður öll netnotkun þægilegri, þar sem að 4G/LTE styður meira en 10 sinnum meiri gagnaflutningshraða heldur en 3G.

Apple mun senda þessa uppfærslu í símann, en þeir sem eru óþreyjufullir geta tengt símann við iTunes og sótt uppfærsluna. Þegar síminn er tengdur þá mun eftirfarandi gluggi birtast (sjá mynd), og uppfærslan tekur bara örfáar sekúndur.

iPhone - Carrier Update

Author

Write A Comment