fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

conan-ipad-mini-mega-150x150Kynningarmyndbandið fyrir iPad mini kom út fyrir stuttu, og í kjölfar þess fannst spjallþáttastjórnandum Conan O’Brien tímabært að gera myndband fyrir næstu gerð af iPad spjaldtölvu.

Myndbandið er sett fram með svipuðum hætti og kynningarmyndbönd Apple, þar sem Sir Jonathan Ive yfirhönnuður fyrirtækisins fer yfir helstu eiginleika viðkomandi tækis og má sjá með því að ýta á meira.

iPad klukka

Þeir sem hafa átt iPad frá örófi alda (ok síðan 2009) hafa hugsanlega tekið eftir því að lengi vel var ekkert klukkuforrit á iPadinum. Það breyttist með iOS 6, þegar Apple kom loksins með eitt slíkt á markað. Stílhreint klukkuforrit var komið í allar iPad spjaldtölvur. Eini gallinn var að sumum þótti klukkan aðeins of kunnugleg.

Ef frá er talinn Steve Jobs, þá er Sir Jonathan Ive yfirhönnuður Apple talinn eiga hvað mestan þátt í velgengni fyrirtækisins síðustu 10 árin.

Stílhrein hönnun á Apple vörum hefur vakið mikla eftirtekt í gegnum árin, og haft slík áhrif á fólk að iMac tölvur eru nú talið flott stofustáss hjá fólki ólíkt gömlu turntölvunni sem flestir földu undir borði inni í lokuðu herbergi.

iMessageÞeir sem hafa fylgst með hérna á Einstein hafa kannski verið varir við fréttir sem við höfum flutt af áhrifum iMessage á tekjur fyrirtækja, auk annarra frétta.

Sumir eru jafnvel minnugir þess þegar þeir keyptu sér iPhone síma, sendu ósköp venjuleg skilaboð til vinar síns og fá þá til baka hamingjuóskir með nýja símann. „Hvernig í ósköpunum vissi hann að ég væri með iPhone? Ég hef ekki sagt neinum frá því“ hugsa margir.

Hér á eftir munum við fara aðeins út í það hvað iMessage er nákvæmlega.

Vefsíða vikunnar: Jinni.com

Hefur þú einhvern tímann séð fyrir þér þægilega kvöldstund þar sem þú poppar og ert byrjaður að horfa á kvikmynd 5 mínútum síðar, en endar með kalt popp því þú ert svo lengi að finna mynd?

Ef þetta hefur hent þig, þá getur verið að þú sért, eins og margir aðrir, þannig að þú vitir ekki almennilega hvað þú viljir horfa á hverju sinni. Einnig geta þjónustur á borð við Netflix valdið manna vandamálum með gríðarlegum fjölda mynda sem eru í boði. Jinni er lausnin við þessu.

Angry Birds Star Wars

Finnska leikjafyrirtækið Rovio hefur gefið út enn einn leikinn í Angry Birds seríunni, en vinsældir þessara leikja virðast aldrei ætla að dala. Leikurinn kom út í dag, fyrir Android, iOS, Mac og Windows.

Það má segja að Angry Birds Star Wars sé framhaldsleikur af Angry Birds Space sem kom út í mars, því himingeimurinn er ennþá leiksvæðið (nema skipt er um vetrarbraut ef Rovio hefur haldið sig við Star Wars söguna).