Bandaríska verslunar- og tæknifyrirtækið Amazon var að kynna nýjan sendingarmáta sem fyrirtækið stefnir á að koma í framkvæmd á næstu 5-6 árum. Þjónustan heitir Prime Air og er vægast sagt nokkuð merkileg.
Sumarið 2007 gaf Apple út fyrstu útgáfu sína af iPhone snjallsímanum. Sumir hlógu að símanum, en viðtökurnar voru annars almennt góðar. Eitt er þó víst að frá útgáfu símans þá hefur hann farið sigurför um heiminn, og gjörbylti framleiðslu snjallsíma út um allan heim.
Rúmum sex árum síðar þá mun opinber sala á símanum hefjast hérlendis, en Vodafone, Nova og Síminn hafa náð samningum við Apple um að selja símann beint.
28 af 30 liðum NBA deildarinnar í körfubolta eru í viðskiptum við fyrirtækið Sportstec, sem hjálpar liðum við leikgreiningu á meðan hann er í gangi.
Apple sendi nýja auglýsingu frá sér í síðustu viku fyrir iPad spjaldtölvuna, sem selst í tugmilljónatali ár hvert.
Suður-kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung hefur verið dæmdur til að greiða Apple 290 milljón dali í skaðabætur, eða sem nemur 35,5 milljörðum íslenskra króna.
Sony 4K sjónvarpstæki, sem er með fjórfaldri upplausn miðað við háskerputækni, er nú komið í Sony Center, Borgartúni.
http://www.youtube.com/watch?v=BJYOpdgOj1g
Samfélagsmiðilinn Twitter er fyrirbæri sem Íslendingar hafa ekki verið jafn fljótir að tileinka sér og t.d. Bandaríkjamenn þar sem Twitter nýtur mikilla vinsælda.
Einn af minni nýjungum iOS 7 stýrikerfisins frá Apple er FaceTime Audio, sem gerir notendum kleift að hringja í aðra iOS 7 notendur frítt yfir Wi-Fi eða farnet, svo fremi sem viðtakandinn á iPhone, iPad eða iPod Touch með iOS 7.
Það verður seint sagt að Sony sé að græða mikið á sölu PlayStation 4 leikjatölvanna sem komu á markað nýverið vestanhafs.
Microsoft á Íslandi hefur borist fjölmargar tilkynningar um að óprúttnir einstaklingar hafi sent fólki tölvupóst þar sem því er tilkynnt að það hafi unnið til verðlauna. Pósturinn er látinn líta út fyrir að vera frá Microsoft í Bretlandi, og viðtakandinn hvattur til að halda fréttunum leyndum þangað til hann sé greiddur út.
Vinsældir spurningaleiksins QuizUp frá Plain Vanilla halda áfram, en nú hafa milljón manns sótt leikinn í App Store.