fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

Þegar Google+ kom á sjónarsviðið fyrir liðlega átta mánuðum, þá kynntu þeir til sögunnar nýtt kerfi til að stjórna vinalistum með svokölluðum hringjum (e. Google Circles). Með hringjunum þá er auðveldara fyrir notendur að skrifa stöðuinnlegg sem einungis er beint að ákveðnum hópi fólks.

Síðastliðið haust þá framkvæmdi vöktunarfyrirtækið Netbase rannsókn, þar sem færslum á samfélagsmiðlum (Facebook, Twitter o.s.frv.) var safnað saman, til að komast að því hvað bæði karlar og konar vildu ofar öllu öðru.

Fyrirtækið skoðaði 27 milljarða færslna á einu ári, og tók saman eftirfarandi skýringarmynd. Teknar voru saman færslur á ensku sem höfðu að geyma yfirlýsingar á sniðinu „I want X“ eða mig langar í X, og út frá slíkum færslum greindu þeir hvað vinsælast var meðal kynjanna.

Nýr iPad umfjöllun
Laust eftir miðnætti í dag, nánar tiltekið kl. 00:01, kom nýr iPad á markaðinn hér á Íslandi. Verslunin iPhone.is fékk nýja iPadinum í byrjun vikunnar og lánaði okkur hann til umfjöllunar.

angry-birds-spaceAngry Birds Space frá Rovio kom út í dag, fyrir Android, iOS, Mac og Windows. Nýi leikurinn verður  verður ef til vill með óhefðbundnu sniði, enda er leikvöllurinn ekki lengur plánetan jörð, heldur geimurinn þar sem engu andrúmslofti er til að dreifa, auk þess sem þyngdarlögmál Newtons er virt að vettugi.

Facebook - TwitterEf þú ert bæði á Twitter og Facebook, þá getur það verið dálítil handavinna að vera virkur á báðum miðlum. Til allrar hamingju þá er geturðu tengt Twitter reikninginn við Facebook, þannig að Twitter færslur þínar fara einnig á Facebook síðuna þína.

Til þess að fá Twitter og Facebook færslur saman í eina sæng skaltu fylgja eftirfarandi leiðarvísi:

iPhoneFólk getur setið uppi með læstan iPhone síma af ýmsum ástæðum, hvort sem það er vegna flutninga eða óprúttins sölumanns í búð.

Ef iPhone síminn þinn er með ákveðna útgáfu af modem firmware, sem í daglegu tali kallast baseband, þá geturðu aflæst símanum eftir að þú framkvæmir jailbreak á honum.

En til að aflæsa símanum, þá þarftu fyrst þarftu að komast að því hvaða baseband útgáfa er á honum.

Enter Passcode

Snjallsímar ráða ríkjum í dag og eru oft með dýrmætari tækjum eigandans. Fyrir vikið er það hrein martröð þegar þau týnast. Tækið sjálft keypt dýrum dómum, auk þess sem að auðvelt er að fá aðgang að persónulegum upplýsingum viðkomandi. Nægir þar að nefna aðgang að Facebook reikningi og tölvupósti, auk þess sem einnig er hægt að nálgast upplýsingar um fjárhag viðkomandi ( t.d. ef hann er með Meniga forritið uppsett á símanum sínum).

Hugbúnaðarfyrirtækið Symantec, sem flestir þekkja út af Norton vírusvörninni, gerði rannsókn sem tengist því hvað verður um  snjallsíma sem týnast.

Með útgáfu nýrra iOS kerfa, lenda eigendur eldri tækja í því að þau verða hægari í keyrslu. Þetta var tilfellið með iPhone 3G í iOS 4, og virðist aftur vera að gerast með iPhone 3GS á iOS 5. Ef þú hefur jailbreakað iPhone símann þinn (eða iPad, iPod Touch) og vistað svokölluð SHSH blobs þá geturðu niðurfært í lægri útgáfu á ný. Ástæðan fyrir því að þörf er á að vista þessi SHSH blobs, er að Apple vottar allar uppfærslur, og þegar nýjar uppfærslur koma út, þá hætta þeir að votta eldri kerfi.

Mac OS X LionMac: Sumir eru þannig úr garði gerðir að þegar nýtt stýrikerfi kemur út, þá vilja þeir hreinsa öll gögn af gamla stýrikerfinu, og setja nýja kerfið upp, þannig að tölvan sé að vissu leyti eins og hún sé keypt út úr búð.  en ekki uppfæra kerfið með öllum gömlu upplýsingunum (þessi uppsetningaraðferð var í boði á Leopard undir valkostinum Erase and Install, en einnig er oft talað um þetta sem clean install utan okkar ástsælu eyju).

Ef þú kýst að fara þessa aðferð þá þarftu að taka afrit af þeim gögnum sem þú vilt eiga á tölvunni þinni áður en lengra er haldið, og fylgja svo leiðarvísinum að neðan til að tölvan þín verði eins og ný. Þetta er líka hentug aðferð ef þú keyptir tölvuna þína notaða, og vilt heldur hreinsa allt út í stað þess að sitja uppi notandaupplýsingar og fleira frá þeim sem seldi þér hana.