iTunes er jafnan uppfært samhliða iOS, og það er því við hæfi að iTunes hafi fengið uppfærslu í 10.6 samhliða…
Í gær þá gaf Apple út litla uppfærslu fyrir iOS stýrikerfið sitt, sem er nú komið upp í 5.1. Uppfærslan lagar ýmsar litlar villur, auk þess sem það gerir notendum kleift að eyða myndum úr Photo Stream, auðveldar fólki að taka myndir þegar síminn er læstur, og bætir andlitsgreiningu í myndavélaforritinu. Von allra notenda er sú að rafhlöðuvandamál í iOS 5 séu úr sögunni með iOS 5 uppfærslunni.
Einhverjum lesendum er eflaust kunnugt um að Apple hélt viðburð fyrr í dag, þar sem aðalatriðið var kynning á nýrri iPad spjaldtölvu. iPadinn mun ekki heita iPad 3 eða iPad HD eins og sérfræðingar erlendis spáðu fyrir um, heldur var einfaldlega talað um hann á kynningunni sem „the new iPad“ eða nýja iPadinn.
Sumir Apple-aðdáendur vilja fylgjast með öllu um leið og það gerist. Aðrir vilja horfa á þetta eins og þeir hafi verið sjálfir á svæðinu, og loka fyrir allt samband á samfélagsmiðla og aðra fréttamiðla, og bíða þangað til að hægt sé að horfa á viðburinn frá upphafi til enda. Að þessu sinni var Apple ekki að tvínóna við hlutina, en myndband af viðburði dagsins er komið á netið.
Á næstu mínútum hefst blaðamannafundur hjá Apple, þar sem áætlað er að þeir muni kynna til sögunnar iPad HD (eða…
Merkum áfanga var náð fyrir stuttu í App Store búðinni, sem Apple rekur fyrir iOS tæki, en fyrirtækið greindi nýverið frá því að 25. milljarðasta forritið hefði verið sótt úr búðinni. iPhone síminn frá Apple kom fyrst á markað árið 2007, og ári síðar þá var App Store búðin sett á laggirnar. Minna en ári síðar var milljarðasta forritið sótt úr búðinni. Fyrir rúmu ári síðan var því fagnað að 10. milljarðasta forritið var sótt úr búðinni, sem sýnir vöxt App Store búðarinnar, en rétt tæplega 50 milljón forrit eru sótt úr búðinni á degi hverjum.
http://youtu.be/GdZxbmEHW7M
Android Market hefur þjónað notendum samnefndra tækja vel í gegnum tíðina, en heyrir nú sögunni til. Flestir vita af Android Market, en hingað til þá hefur tónlistar- og rafbókabúð Google ekki fest sig jafn tryggilega í vitund fólks. Google hyggst breyta því, en fyrirtækið ætlar nú að hafa þetta allt undir sama hatti, sem ber heitið Google Play.
Aðdáendur Android stýrikerfisins gleðjast eflaust yfir þeim fregnum að Samsung Galaxy S III komi í apríl, en margir bíða eftir símanum með mikilli eftirvæntingu. Talið er að Galaxy S III komi með 4.8 tommu HD skjá, fjögurra kjarna 1.5GHz örgjörva og bættri myndavél.
Fyrir ekki alls löngu síðan greindi Einstein frá því hvernig hægt væri að horfa efni úr Sarpinum á XBMC. Nú er komin önnur viðbót fyrir XBMC sem svipar til þeirrar fyrri, en með þessari er hægt að horfa á vefsjónvarp Vísis í XBMC.
Það er forritarinn Hagur sem er á bak við þessa viðbót, og á hann mikið lof skilið fyrir ólaunaða vinnu sína í þágu almennings. Með Vísis viðbótinni fyrir XBMC er m.a. hægt að horfa á myndefni án atbeina tölvu (t.d. með Apple TV) sem margir myndu telja þægilegra heldur en að heimsækja vef Vísis í hvert skipti sem þeir vilja horfa á fréttir gærdagsins.
Eins og greint var frá í síðustu viku, þá hefur Microsoft sent frá sér Windows 8 Consumer Preview, sem felur m.a. róttækar breytingar á notendaviðmótinu, en svo dæmi sé tekið þá mun hinn vinsæli Start hnappur sem var kynntur til sögunnar með Windows 95 stýrikerfinu heyra sögunni til þegar Windows 8 kemur út.
Windows/Mac/Linux: Nýjasta útgáfan af Android stýrikerfinu, Ice Cream Sandwich (eða Android 4.0) kom út fyrir rúmum mánuði við mikinn fögnuð Android aðdáenda. Þó eru einhverjir meðal vor sem hafa einskæran áhuga á því að prófa Android stýrikerfi, en eiga ekkert Android tæki. Nú er komin hentug lausn, en með sýndarvélaforritinu VirtualBox þá geturðu sett upp Android 4.0 á tölvunni þinni.