Mac OS X Lion hefur fengið þriðju uppfærslu sína frá því stýrikerfið kom út í júlí síðastliðnum og er því komið í útgáfu 10.7.3. Mac notendur eru kunnugir slíkum uppfærslum, en með reglulegu millibili koma þær til að laga ýmis vandamál, stór og og smá.
10.7.3 lagar ýmsar litlar villur, en helsta úrbótin er eflaust lagfæring á tengingu tölvunnar við þráðlaust net eftir að tölvan vaknar úr svefni.
iPhone eigendur (og aðrir iOS notendur) muna sumir hverjir eftir því þegar Box bauð upp á 50GB ókeypis pláss á þjónustu sinni eftir að iCloud var kynnt til sögunnar með iOS 5. Android notendur sátu eftir með sárt ennið, þangað til núna, en með því að fara eina litla krókaleið þá geturðu stofnað eða uppfært Box reikninginn þinn, og geymt allt að 50GB af efni í skýinu (e. cloud storage)
Í síðustu viku greindum við frá því hvernig Mac notendur með Lion stýrikerfið spila efni af tölvum sínum á Apple TV með XBMC, m.ö.o. búið að jailbreaka. Ferlið fyrir Windows XP notendur er nokkuð einfalt, þar sem ekki þarf að setja upp neinn hugbúnað til að deila efni af Windows. Nú kemur einfaldur leiðarvísir sem sýnir hvernig þetta er gert.
Þeir sem heimsækja síður á borð við Wikipedia og Reddit daglega minnast þess eflaust þegar SOPA og PIPA frumvörpunum
Ef þú ert vefstjóri á síðu, einni eða fleiri, þá getur verið skelfilegt að lenda í því að þú skreppur í bíó, kemur heim, og sérð þá að síðan þín er búin að vera niðri í 2-3 tíma. Pingdom er reyndar ekki svo gott að það komi í veg fyrir að síðan hrynji, en þjónustan kannar með reglulegu millibili hvort síðan þín sé uppi.
Google Chrome: Þegar maður er að taka gamla góða nethringinn, þá getur það verið leiðinlegt til lengdar að þurfa að fara í gegnum 2-3 skref til að sjá mynd í fullri stærð. Í aðstæðum sem þessum, þá kemur Hover Zoom þér til hjálpar, en Hover Zoom er viðbót (e. add-on) fyrir Google Chrome, sem sýnir þér mynd í fullri stærð, þegar þú ferð með músarbendilinn yfir myndina.
Windows/Mac: Ctrl+C til að afrita,og Ctrl+V til að líma. Maður hefði haldið að það væri ekki hægt að einfalda þetta neitt frekar. Click.to er forrit, sem var þróað af þýska fyrirtækinu
