Mac OS X Lion hefur fengið þriðju uppfærslu sína frá því stýrikerfið kom út í júlí síðastliðnum og er því komið í útgáfu 10.7.3. Mac notendur eru kunnugir slíkum uppfærslum, en með reglulegu millibili koma þær til að laga ýmis vandamál, stór og og smá.
10.7.3 lagar ýmsar litlar villur, en helsta úrbótin er eflaust lagfæring á tengingu tölvunnar við þráðlaust net eftir að tölvan vaknar úr svefni.