fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

Mac OS X LionMac OS X Lion hefur fengið þriðju uppfærslu sína frá því stýrikerfið kom út í júlí síðastliðnum og er því komið í útgáfu 10.7.3. Mac notendur eru kunnugir slíkum uppfærslum, en með reglulegu millibili koma þær til að laga ýmis vandamál, stór og og smá.

10.7.3 lagar  ýmsar litlar villur, en helsta úrbótin er eflaust lagfæring á tengingu tölvunnar við þráðlaust net eftir að tölvan vaknar úr svefni.

Android logoiPhone eigendur (og aðrir iOS notendur) muna sumir hverjir eftir því þegar Box bauð upp á 50GB ókeypis pláss á þjónustu sinni eftir að iCloud var kynnt til sögunnar með iOS 5. Android notendur sátu eftir með sárt ennið, þangað til núna, en með því að fara eina litla krókaleið þá geturðu stofnað eða uppfært Box reikninginn þinn, og geymt allt að 50GB af efni í skýinu (e. cloud storage)

SOPA strikeÞeir sem heimsækja síður á borð við Wikipedia og Reddit daglega minnast þess eflaust þegar SOPA og PIPA frumvörpunum var mótmælt 18. janúar síðastliðinn með eftirminnilegum hætti (smelltu hér ef þú veist ekki hvað SOPA er).

Vefurinn FrugalDad tók saman ýmsar upplýsingar um mótmælin í einni stórri skýringarmynd sem er birt hér að neðan, en á myndinni kemur m.a. fram hversu margir tweet-uðu um SOPA, hversu margir skoðuðu grein Wikipedia um SOPA og margt fleira.

Pingdom merkiðEf þú ert vefstjóri á síðu, einni eða fleiri, þá getur verið skelfilegt að lenda í því að þú skreppur í bíó, kemur heim, og sérð þá að síðan þín er búin að vera niðri í 2-3 tíma. Pingdom er reyndar ekki svo gott að það komi í veg fyrir að síðan hrynji, en þjónustan kannar með reglulegu millibili hvort síðan þín sé uppi.

Ef Pingdom sér að síðan liggur niðri, þá færðu tilkynningu um hæl, ýmist í tölvupósti, sms-i, eða með tilkynningu í iPhone eða Android forritinu þeirra.

XBMC EDEN Beta 2

Ef þú notar XBMC forritið til að horfa á sjónvarpsefni og kvikmyndir í sjónvarpinu (hvort sem það er með Apple TV sem búið er að jailbreak-a eða tölvu sem tengd er við sjónvarp) þá geturðu hlustað á íslenskt útvarp með því að setja upp eina litla viðbót. Ef þú hefur 10-15 mínútur aflögu og ert til í smá handavinnu (veltur á því hvort þú sért með nauðsynlegan hugbúnað uppsettan á tölvunni), þá geturðu byrjað að hlusta á íslenskt útvarp í sjónvarpinu þínu.

Google Chrome merkiðGoogle Chrome: Þegar maður er að taka gamla góða nethringinn, þá getur það verið leiðinlegt til lengdar að þurfa að fara í gegnum 2-3 skref til að sjá mynd í fullri stærð. Í aðstæðum sem þessum, þá kemur Hover Zoom þér til hjálpar, en Hover Zoom er viðbót (e. add-on) fyrir Google Chrome, sem sýnir þér mynd í fullri stærð, þegar þú ferð með músarbendilinn yfir myndina.

XBMC 11 (EDEN)

Mac OS X Lion: XBMC á sér marga aðdáendur, sem nota forritið sem miðlæga margmiðlunarstöð í stofunni hjá sér, annaðhvort með tölvu eða Apple TV. Með XBMC er nefnilega ekki einungis hægt að spila efni af tölvum eða vefþjónum, heldur er einnig hægt að setja upp ýmsar viðbætur og breyta forritinu í nokkurs konar VOD, auk þess sem hægt er að setja upp viðbætur til að hlusta á tónlist af netinu, íslenskt útvarp, kanna veðrið og margt fleira.

Í eftirfarandi leiðarvísi verður sýnt hvernig þú deilir möppu af tölvunni þinni ef þú ert með Mac OS X Lion, en dæmi eru um að Lion notendur hafi lent í vandræðum með því að nota hefðbundna deilingu (File Sharing í System Preferences) sem stýrikerfið býður upp á. Leiðarvísir fyrir Windows er svo væntanlegur á næstunni.

Það kannast margir við það að hafa keypt tiltölulega ódýra sköfurakvél, en reka svo upp stór augu þegar rakvélarblaðið er orðið lélegt, og 4-5 ný rakvélarblöð kosta meira en vélin sjálf. Svipuð aðferð er einnig notuð t.d. af framleiðendum bleksprautuprentara, þar sem prentararnir sjálfir eru oft einungis tvöfalt dýrari en blekhylkin í þá.

Með því að brýna rakvélarblöðin sjálfur, þá geturðu aukið líftíma hvers blaðs um 1-2 mánuði, þannig að heildarkostnaður í rakvélarblöð eru einungis 2000-3000 kr. á ári.

Windows/Mac: Ctrl+C til að afrita,og Ctrl+V til að líma. Maður hefði haldið að það væri ekki hægt að einfalda þetta neitt frekar. Click.to er forrit, sem var þróað af þýska fyrirtækinu Axonic, sem sprautar sterum í klemmuspjald (e. clipboard) notandans, og sparar manni marga músarsmelli og skipti á milli forrita (klemmuspjald er staðurinn sem texti, myndir eða önnur gögn vistast, þegar þú smellir á Ctrl+C / Cmd+C (eða Edit > Copy) í forritum).

Ef maður ætti að lýsa Click.to í örstuttu máli, þá er hljóðar hún þannig að ef þú notar Click.to þá þarftu einungis að afrita efni, en aldrei að líma það. Ctrl+V / Cmd+V er því flýtivísir (e. shortcut) sem þú munt ekki þurfa að nota lengur (nema í undantekningartilvikum til að afrita skrár á á harða disknum þínum).


Leikjafyrirtækið OnLive kynnti til sögunnar nýtt forrit, OnLive Desktop, á CES raftækjasýningunni sem fór fram í Las Vegas, Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. OnLive Desktop er nokkuð magnað forrit, en með því er hægt að keyra smækkaða útgáfu af Windows 7 á iPad, og það án þess að borga krónu fyrir.

Trompið í OnLive Desktop er að það gerir notendum kleift að nota Microsoft Word, PowerPoint og Excel á iPad, sem ætti að laða einhverja notendur að, sem þekkja það vinnuumhverfi betur heldur en aðra ritla sem til eru á iPad.