Ef þú ert búin/búinn að fá leið á Nokia Tune eða Marimba (iPhone hringitónninn), eða vilt einfaldlega skipta út núverandi…
Windows/Mac: Ef þér finnst þú aldrei vera með pláss á harða disknum , eða þá að tölvan er orðin of hæg, þá ættir þú að prófa CCleaner, sem er ókeypis forrit frá fyrirtækinu Piriform. Oftar en ekki, þá er tölvan manns orðin hæg af því að það er allt of mikið af drasli inni á tölvunni sem veldur því að viðbragðstími tölvunnar eykst, eigandanum til mæðu.
Hér kemur CCleaner til sögunnar, en forritið losar þig við þetta rusl (c-ið í CCleaner stendur fyrir crap) með mjög einföldum hætti, og bónusinn er sá að tölvan verður oft hraðari fyrir vikið (við getum ekki tryggt að það gerist, en reynslan er sú að notendur eru almennt ánægðari með tölvurnar sínar eftir að þeir keyra forritið).
iPhone: Ef þú átt iPhone, og hefur jailbreak-að símann, þá geturðu, með mjög einföldum hætti, bætt einu litlu forriti við símann sem gerir þér kleift að bæði skrifa og skoða sms-in þín í tölvunni þinni, að því gefnu að iPhone-inn þinn og tölvan séu tengd við sama WiFi.
Mac OS X Lion: Ein af nýjungum Mac OS X Lion sem kom fyrir rúmum mánuði síðan er þetta blessaða Auto-Correct sem flestir kannast við úr iOS kerfinu. Fyrir okkur Íslendinga er Auto-Correct rauner ekkert nema böl, þar sem að stuðningur fyrir íslenska orðabók fylgir ekki stýrikerfinu. Því mælum við einfaldlega með því að slökkt sé á Auto-Correct í Lion. Að neðan má sjá hvernig þú slekkur á Auto-Correct í Mac OS X Lion.
Fyrir rúmum mánuði síðan þá kynnti Facebook til sögunnar Timeline, sem eru umtalsverðar breytingar á Facebook-síðum einstaklinga (hvort breytingarnar séu til bóta eða ekki er efni í aðra grein út af fyrir sig). Fyrirtækið tilkynnti að innan tíðar þá gætu notendur valið að nota Timeline, en ef þú vilt prófa Timeline í dag, lestu þá áfram.
Að neðan má sjá myndband sem sýnir Timeline í notkun. Kíkið á myndbandið, og ef ykkur líkar það sem þið sjáið, smellið þá á meira.
iOS 5 var gefið út fyrir skömmu síðan með pompi og prakt, og ein af helstu nýjungum við kerfið er hvernig tilkynningar (e. push notification) birtast notanda. Með Notification Center eru allar tilkynningar á einum stað, svo þær detti ekki út eins og þær gerðu áður fyrr ef maður opnaði símann í eldri kerfum. Sjálfgefnar stillingar eru að birta ósvöruðum símtölum og skilaboðum, en að neðan má sjá leiðbeiningar til að tilkynningar um hversu margir tölvupóstar eru ólesnir komi í Notification Center.
Mac OS X Lion: Með Lion stýrikerfinu frá Apple, þá hyggst fyrirtækið ætla að breyta því hvernig fólk skrunar (e. scroll) í forritum sem eru keyrð á stýrikerfinu. Þessa breytingu má rekja til iOS stýrikerfisins fyrir iPhone, iPad og iPod Touch, en þar fer maður neðar á síðu eða í forriti með því að færa fingurinn upp, sem kemur í staðinn fyrir skrunhnapp á mús. Ef þetta nýja skrun á Lion fer í taugarnar á þér þá er mjög einfalt að breyta þessu og færa þetta aftur í gamla horfið.
„Ein af tölvunum tveimur sem var stolið frá Hugleiki, grá MacBook Pro þakin Star Wars límmiðum, hefur að geyma ævistarf Hugleiks. Þar á meðal er leikrit sem hann hefur verið með í smíðum í nokkurn tíma og áætlað er að fari á fjalir Borgarleikhússins á komandi leikári.“
-Frétt Vísis 15.júní 2011
Þarna mátti sjá tilvitnun í frétt Vísis, sem greindi frá því þegar brotist var inn til Hugleiks Dagssonar listamanns, og tölvunni hans stolið. Fréttir á borð við þessar eru sem betur fer ekki algengar, en með því að setja upp eitt forrit, þá er maður laus við þennan vanda.
Dropbox (Windows/Mac/Linux/iOS/Android/BlackBerry) er ókeypis forrit og þjónusta frá samnefndu fyrirtæki, vistar gögn með öruggum hætti á vefþjóni sínum, þannig að notendur geta nálgast þau með auðveldum hætti í tölvum sínum, snjallsímum og öðrum tækjum eða á öruggu vefsvæði þeirra á Dropbox.com.
Einu sinni var tíðin sú að þegar besti vinur, systkini eða börn fluttu til útlanda að maður heyrði í viðkomandi aðilum 1-2 á haustin og jafn oft á vorin. Með tilkomu ýmissa forrita, fyrir bæði snjallsíma og/eða tölvur þá er nú hægt að auka sambandið án þess að borga krónu fyrir (nema þegar forritin eru notuð yfir 3G á síma).
Svo er vitanlega einnig hægt að nota þessi forrit til að tala við vini innanlands ef maður vill minnka símreikninginn til muna. Nú verður farið yfir helstu lausnirnar:
Firefox/Chrome/Safari/Opera/IE: Turn Off The Lights er einföld viðbót, sem er til fyrir alla helstu vafra (sjá upptalningu að ofan). Það sem viðbótin gerir er að sverta allt á skjánum nema myndbandið sem þú ert að horfa á. Þessi viðbót ætti t.d. að breyta lífi þeirra til sem nota YouTube mikið í þeim tilgangi að horfa á þætti og/eða kvikmyndir.
Aðstoðarforritið Siri hefur verið á milli tannana á fólki síðan iPhone 4S kom út, og aðilar hafa keppst um að sýna forritið á internetinu, bæði til gagns og gamans.
Fyrir stuttu síðan þá frumsýndi Apple nýja iPhone 4S sjónvarpsauglýsingu þar sem öll áherslan er lögð á Siri. Auglýsingin sýnir einstaklinga af öllum aldri biðja um aðstoð við ýmis verkefni, binda slaufu, leita í gulu síðunum, spila tónlist og margt fleira. Auglýsingin sýnir raunar hversu einfalt það er að nota Siri til að framkvæma skipanir.