Það hafa fáar vörur vakið jafnmikla athygli og iPhone síminn frá Apple sem þeir kynntu til sögunnar þann 4. október síðastliðinn. Notendur bjuggust þó við því að Tim Cook, forstjóri fyrirtækisins, myndi þar kynna til sögunnar iPhone 5 síma, og margir urðu þó fyrir vonbrigðum þegar uppfærð útgáfa af iPhone 4S var það „eina“ sem kom fram á kynningunni.
Viðbrögðin við símaum hafa samt sem áður ekki verið af verri endanum því Apple sló met í forpöntunum, og þegar þetta er ritað hafa yfir 4 milljón eintök verið seld af iPhone 4S.