Nú lifum við á þeim tímum að eftir 5-10 ár er alls óvíst að vísitölufjölskyldan muni eiga hefðbundið útvarp í eldhúsinu sem ómar þegar börnin koma heim úr skólanum . Það er því ekki von að maður spyrji sig hvernig maður eigi þá að hlusta á Spegilinn, Víðsjána og Reykjavík síðdegis heima hjá sér ef ekkert útvarp er á heimilinu. Við á Einstein ætlum að bæta úr því með því að benda á forrit sem gerir þér kleift að hlusta á íslenskar útvarpsstöðvar í bæði iPhone og Android (og raunar líka Blackberry og Windows Phone 7).
Finnska leikjafyrirtækið Rovio hefur gefið út enn einn leikinn í Angry Birds seríunni, en vinsældir þessara leikja virðast aldrei ætla…
Listinn okkar yfir 50 ómissandi iPhone forrit hefur notið mikilla vinsælda frá því hann var birtur. Nýverið fengum við nokkrar fyrirspurnir frá eigendum Android tækja sem óskuðu eftir svipuðum pósti fyrir tækin sín, Hér að neðan má því sjá 50 Android forrit sem við teljum að þú eigir ekki að láta framhjá þér fara.
Listinn er ekki tæmandi, þannig að ekki hika við að skjóta því að okkur í ummælum eða pósti ef okkur yfirsást eitthvað forrit.
Í gær kynnti raftækjaframleiðandinn Samsung nýjan síma til sögunnar sem á að taka við keflinu af Galaxy S II. Síminn ber…
iOS / Android: Þrátt fyrir að App Store og Google Play virðist vera með óendanlegt úrval forrita, þá kemur það alltaf fyrir endrum og sinnum að ný forrit verða vinsæl á skotstundu. Draw Something er eitt þeirra.
Angry Birds Space frá Rovio kom út í dag, fyrir Android, iOS, Mac og Windows. Nýi leikurinn verður verður ef…
Eftir útgáfu iOS forrits, þá eru Readability komnir með Android útgáfu af forritinu sínu.
Readability er forrit sem gerir notandanum kleift að taka frétt eða grein af vefsíðu, og sníða textann þannig að auðvelt er að lesa hann í snjallsíma, spjaldtölvu eða lestölvu (t.d. Kindle) hvort sem þú ert tengdur internetinu eða ekki.