Mac/Windows: Eins og greint var frá í síðustu viku, þá mun Mountain Lion stýrikerfið fyrir Apple tölvur styðja AirPlay speglun fyrir Apple TV eigendur. Fyrir þá sem ekki vita, þá gerir AirPlay eigendum iOS tækja, þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch, kleift að senda myndir, tónlist eða myndbönd yfir á Apple TV spilarann ef þau eru tengd við sama þráðlausa netið.
Uppfært 7. júní 2012: AirParrot er nú einnig fáanlegt á Windows
Í síðustu viku greindum við frá því hvernig Mac notendur með Lion stýrikerfið spila efni af tölvum sínum á Apple TV með XBMC, m.ö.o. búið að jailbreaka. Ferlið fyrir Windows XP notendur er nokkuð einfalt, þar sem ekki þarf að setja upp neinn hugbúnað til að deila efni af Windows. Nú kemur einfaldur leiðarvísir sem sýnir hvernig þetta er gert.
