fbpx
Category

Apple TV

Category

Apple TV

Apple TV hefur notið talsverðra vinsælda hérlendis, bæði vegna þess að hægt er að horfa á Netflix og Hulu Plus, og einnig því almennt hefur verið nokkuð auðvelt að framkvæma jailbreak á tækinu.

Með því að framkvæma jailbreak þá geta notendur sett upp hugbúnað sem Apple lætur ekki fylgja með spilaranum, og bera þar hæst margmiðlunarforritin XBMC og Plex, sem gera fólki kleift að horfa á myndbönd úr tölvunum sínum, horfa á efni úr Sarpinum hjá RÚV og margt fleira.

Ef þú hefur fylgt leiðarvísinum um hvernig maður notar Netflix á Íslandi, og notar þjónustuna mikið, þá hefurðu eflaust tekið eftir því að allt þetta Netflix áhorf er erlent niðurhal.

Netflix hefur ráð undir rifi hverju, og fyrirtækinu er kunnugt um að notendur þeirra hafa sumir takmarkað niðurhal á tengingum sínum. Fyrirtækið býður manni því upp á að stilla gæðin og takmarka þannig bandvíddina (enda með 120 útgáfur af hverjum titli).