
MuscleNerd, iOS forritarinn og einn af forkólfum í iPhone Dev-Team, greindi frá því á Twitter síðu sinni í gær, að jailbreak fyrir iOS 5.1 væri komið út.
Jailbreak-ið sem er komið er svokallað tethered jailbreak, sem þýðir að ekki er hægt að endurræsa símann og halda jailbreak-inu nema þú tengir iPhone símann við tölvu, og notir RedSn0w til að kveikja á honum (velur Just Boot í RedSn0w ef rafhlaðan klárast hjá þér).

iOS: Þótt flest iPhone forrit kosti ekki meira en $0.99 eða $1.99 þá er það fljótt að safnast saman í háar fjárhæðir þegar maður er að spreða í forrit í prófunarskyni, eða í leiki sem maður spilar í 2-3 daga og svo ekki söguna meir.