fbpx
Category

Mac

Category

Þær fréttir bárust frá fyrirtækinu Apple fyrr í vikunni að stefnan væri sett á útgáfu nýs stýrikerfis núna í sumar. Stýrikerfið mun bera heitið Mountain Lion og felur í sér ýmsar nýjungar. Þar ber helst að geta Notification Center og skilaboðaforrit, sem sameinar iMessage úr iOS og iChat í Mac. iOS notendur eru kunnugir þessum atriðum, en þetta eru meðal sterkustu eiginleika iOS 5 sem kom út í október á síðasta ári.

Þeir sem lenda í því að Finder á Mac frýs í skráarflutningi eða einhverju öðru, telja sig oft ekki eiga neinna kosta völ en að endurræsa tölvuna eins og hún leggur sig. Það getur verið heldur hvimleitt að þurfa að gera það, sér í lagi þegar maður er kannski að vinna í mörgum forritum í einu. Hér kemur ráð sem sparar manni endurræsingu tölvunnar.