Category

Mac

Category

Mac OS X LionMac OS X Lion: Með Lion stýrikerfinu frá Apple, þá hyggst fyrirtækið ætla að breyta því hvernig fólk skrunar (e. scroll) í forritum sem eru keyrð á stýrikerfinu. Þessa breytingu má rekja til iOS stýrikerfisins fyrir iPhone, iPad og iPod Touch, en þar fer maður neðar á síðu eða í forriti með því að færa fingurinn upp, sem kemur í staðinn fyrir skrunhnapp á mús. Ef þetta nýja skrun á Lion fer í taugarnar á þér þá er mjög einfalt að breyta þessu og færa þetta aftur í gamla horfið.

Airport ExtremeATHUGIÐ: Þessi leiðarvísir er frá 2011, en útgáfa af leiðarvísinum fyrir nýrri gerðir af Airport Utility var birtur árið 2013. Þann leiðarvísi má sjá með því að smella hér.

Ef þú færð internetið um ljósleiðarann frá Gagnaveitu Reykjavíkur og átt Airport Extreme eða Time Capsule frá Apple, þá þarftu ekki lengur að borga leigugjald fyrir beininn (e. router) sem þú fékkst frá þjónustaðila þínum (gjaldið er yfirleitt u.þ.b. 500 kr./mán.) heldur einfaldlega tengt tækið beint við ljósleiðaraboxið og notað sem beini. Leiðbeiningar að neðan.

Mac: Ýmis forrit eru til fyrir Apple tölvur sem gera fátt annað en að breyta sniði á videoskrám til að hægt sé að horfa á efnið í iPhone, iPad o.s.frv. Maður þarf þó ekki að leita langt til að gera þetta, því þetta er allt hægt með QuickTime Player sem fylgir öllum Apple tölvum. Eina sem notendur þurfa að ná í er lítil viðbót sem heitir Perian, og er innan við 5MB að stærð. Leiðarvísir að neðan: