Flokkur

Mac

Flokkur

CCleanerWindows/Mac: Ef þér finnst þú aldrei vera með pláss á harða disknum , eða þá að tölvan er orðin of hæg, þá ættir þú að prófa CCleaner, sem er ókeypis forrit frá fyrirtækinu Piriform. Oftar en ekki, þá er tölvan manns orðin hæg af því að það er allt of mikið af drasli inni á tölvunni sem veldur því að viðbragðstími tölvunnar eykst, eigandanum til mæðu.

Hér kemur CCleaner til sögunnar, en forritið losar þig við þetta rusl (c-ið í CCleaner stendur fyrir crap) með mjög einföldum hætti, og bónusinn er sá að tölvan verður oft hraðari fyrir vikið (við getum ekki tryggt að það gerist, en reynslan er sú að notendur eru almennt ánægðari með tölvurnar sínar eftir að þeir keyra forritið).

„Ein af tölvunum tveimur sem var stolið frá Hugleiki, grá MacBook Pro þakin Star Wars límmiðum, hefur að geyma ævistarf Hugleiks. Þar á meðal er leikrit sem hann hefur verið með í smíðum í nokkurn tíma og áætlað er að fari á fjalir Borgarleikhússins á komandi leikári.“

-Frétt Vísis 15.júní 2011

DropboxÞarna mátti sjá tilvitnun í frétt Vísis, sem greindi frá því þegar brotist var inn til Hugleiks Dagssonar listamanns, og tölvunni hans stolið. Fréttir á borð við þessar eru sem betur fer ekki algengar, en með því að setja upp eitt forrit, þá er maður laus við þennan vanda.

Dropbox (Windows/Mac/Linux/iOS/Android/BlackBerry) er ókeypis forrit og þjónusta frá samnefndu fyrirtæki, vistar gögn með öruggum hætti á vefþjóni sínum, þannig að notendur geta nálgast þau með auðveldum hætti í tölvum sínum, snjallsímum og öðrum tækjum eða á öruggu vefsvæði þeirra á Dropbox.com.

Mac OS X LionMac: Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist grannt með fréttum af Apple að það stóð aldrei til að Lion stæði notendum til boða nema í gegnum Mac App Store.

Nú er Lion vissulega fáanlegt á minnislykli í Apple búðum, en kostar þá 69 bandaríkjadali í stað 29 dala sé stýrikerfið keypt í Mac App Store. Ef þú vilt setja upp Lion í fleiri en einni tölvu án þess að ná í Lion skrána aftur og aftur, eða setja Lion upp á tölvuna og byrja á öllu frá grunni þá geturðu hæglega búið til þinn eigin uppsetningardisk eða uppsetningarlykil af Mac OS X Lion, sbr. leiðarvísirinn að neðan.

RipItMac: Fjölmargir notendur ríghalda í DVD spilarana sína því þeir eiga 40-50 DVD myndir sem gera ekkert nema að taka pláss. Ef fólk vill eiga myndirnar, en spara sér hilluplássið þá býður forritið RipIt frá The Little App Factory fyrir Mac upp á lausn, sem er svo einföld að leikskólabörn ættu að getað notað forritið.