fbpx
Category

Mac

Category

Mac OS X LionMac OS X Lion: Ein af nýjungum Mac OS X Lion sem kom fyrir rúmum mánuði síðan er þetta blessaða Auto-Correct sem flestir kannast við úr iOS kerfinu. Fyrir okkur Íslendinga er Auto-Correct rauner ekkert nema böl, þar sem að stuðningur fyrir íslenska orðabók fylgir ekki stýrikerfinu. Því mælum við einfaldlega með því að slökkt sé á Auto-Correct í Lion. Að neðan má sjá hvernig þú slekkur á Auto-Correct í Mac OS X Lion.

Einu sinni var tíðin sú að þegar besti vinur, systkini eða börn fluttu til útlanda að maður heyrði í viðkomandi aðilum 1-2 á haustin og jafn oft á vorin. Með tilkomu ýmissa forrita, fyrir bæði snjallsíma og/eða tölvur þá er nú hægt að auka sambandið án þess að borga krónu fyrir (nema þegar forritin eru notuð yfir 3G á síma).

Svo er vitanlega einnig hægt að nota þessi forrit til að tala við vini innanlands ef maður vill minnka símreikninginn til muna. Nú verður farið yfir helstu lausnirnar: