fbpx
Category

Apple

Category

Angry Birds Star Wars

Finnska leikjafyrirtækið Rovio hefur gefið út enn einn leikinn í Angry Birds seríunni, en vinsældir þessara leikja virðast aldrei ætla að dala. Leikurinn kom út í dag, fyrir Android, iOS, Mac og Windows.

Það má segja að Angry Birds Star Wars sé framhaldsleikur af Angry Birds Space sem kom út í mars, því himingeimurinn er ennþá leiksvæðið (nema skipt er um vetrarbraut ef Rovio hefur haldið sig við Star Wars söguna).

Læstur iPhoneEigendur iPhone síma heyra oft hugtökin „læstur, opinn/ólæstur, aflæstur (einkum þegar þeir eru á höttunum eftir notuðum síma) en eru gjarnan í vafa um hvort síminn sé:

  • Opinn fyrir öll símkerfi frá framleiðanda,
  • Aflæstur með hjálp hugbúnaðs (einkum iPhone 3G og 3GS) eða
  • Aflæstur með sérstökum SIM kortabökkum (4 og 4S)

Ef þú ert ekki viss um í hvaða flokk iPhone síminn þinn fellur hér fyrir ofan þá er til vefsíða sem leyfir þér að kanna hvort síminn sé „opinn frá framleiðanda“ (e. factory unlocked) eða ekki.